fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Pressan

Hreinsaður af manndrápsdómi eftir tæpa hálfa öld á dauðaganginum

Pressan
Miðvikudaginn 2. október 2024 22:00

Iwo Hakamata. Skjáskot/NBC News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1966 var hann fundinn sekur um fjögur morð og dæmdur til dauða. Hann sat á dauðaganginum svokallaða í 46 ár og beið aftöku. En sem betur fer varð aldrei af henni því nú hefur dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi verið ranglega sakfelldur.

Maðurinn heitir Iwao Hakamata og er 88 ára Japani. Hann var sýknaður af morðunum í síðustu viku eftir að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að hugsanlega hafi lögreglumenn átt við sönnunargögnin á sínum tíma og falsað þau. The Japan Times skýrir frá þessu.

Hakamata, sem var eitt sinn atvinnumaður í hnefaleikum, var dæmdur til dauða 1968 fyrir að hafa myrt yfirmann sinn, eiginkonu hans og tvö börn þeirra en þau voru myrt 1966.

Það var þann 30. júní 1966 sem fólkið fannst myrt á heimili sínu. Öll höfðu þau verið stungin til bana, allt frá 3 upp í 15 stungur. Síðan var kveikt í húsinu. The Japan Times segir að rúmlega 1.000 lögreglumenn hafi unnið að rannsókn málsins.

Fjölskyldufaðirinn var yfirmaður Hakamata í verksmiðjunni þar sem hann vann.

Hann var handtekinn mánuði eftir morðin á grundvelli þess að blóð- og bensínblettir væru á fatnaði hans. En svo undarlega vill til að blettirnir fundust samt ekki fyrr en 14 mánuðum eftir morðin. Þeir voru á fatnaði sem talið var að morðinginn hefði klæðst. Þessi fatnaður var mikilvægasta sönnunargagn lögreglunnar.

En það er einmitt þessi fatnaður sem dómstólinn telur að lögreglumenn hafi átt við og í raun „búið til“.

Hakamata var ítrekað yfirheyrður klukkustundum saman af lögreglunni 1966. Yfirheyrslurnar reyndu  mjög á hann og að lokum játaði hann morðin. Þegar málið var tekið fyrir dóm, dró hann játninguna til baka og sagði að lögreglumenn hefðu sparkað í hann og lamið á meðan á yfirheyrslunum stóð.

Hakamata er nú frjáls maður og búið að hreinsa hann af öllum grun, að minnsta kosti að sinni því saksóknari hefur tvær vikur til að ákveða hvort dómnum verður áfrýjað.

The Japan Times segir að 500 manns hafi mætt í dómsuppkvaðninguna í von um að fá eitthvað af þeim 40 sætum sem eru í dómsalnum.  Hakamata var ekki viðstaddur því heilsa hans leyfði það ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Í gær

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Í gær

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 17.000 ára vel varðveittar líkamsleifar barns

Fundu 17.000 ára vel varðveittar líkamsleifar barns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sagður hafa átt leynileg samtöl við Vladímír Pútín

Elon Musk sagður hafa átt leynileg samtöl við Vladímír Pútín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu bílaleigurnar í Bandaríkjunum að mati viðskiptavina

Þetta eru bestu bílaleigurnar í Bandaríkjunum að mati viðskiptavina