fbpx
Fimmtudagur 03.október 2024
Pressan

Hermaður barði konu til bana – Taldi heyrnartæki hennar vera „njósnabúnað“

Pressan
Miðvikudaginn 2. október 2024 07:30

Maðurinn taldi heyrnartækið vera njósnabúnað. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudegi hitti Nikolay Tikhonov konu eina í næturklúbbi í St Pétursborg í Rússlandi. Nokkrum klukkustundum síðar barði hann konuna til bana því hann taldi að heyrnartækið hennar væri „njósnabúnaður“.

Metro segir að þar sem konan hafi ekki heyrt vel hafi þau átt samskipti í næturklúbbnum með því að skrifa á miða. En maðurinn vissi ekki af heyrnarskerðingu hennar og taldi þetta vera hluta af „leik“.

Eftir að þau höfðu drukkið áfengi og dansað og skemmt sér bauð Tikhonov, sem er 28 ára, konunni með heim til sín.

Þegar þangað var komið sá konan einkennisbúning hans, hann gegnir herþjónustu, og fór að spyrja hann út í starf hans hjá hernum og vakti þetta grunsemdir hjá honum.

Hann tók þá eftir að hún var með heyrnartæki og taldi hann það vera upptökubúnað.

78.ru segir að þegar konan hafi spurt hann um herþjónustu hans, hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að hún væri „njósnari fyrir Úkraínu“ og hafi þá byrjað að kýla hana og sparka í hana.

Hann hringdi síðan í neyðarlínuna og sagðist hafa boðið konunni heim en hún hafi reynst vera „úkraínsk“.

Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var Tikhonov drukkinn. Reynt var að bjarga lífi konunanr en áverkar hennar voru svo miklir að það tókst ekki og var hún úrskurðuð látin á vettvangi.

Lögreglan staðfesti síðan að „njósnatækið“ var heyrnartækið hennar.

Tikhonov hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sár og reiður eftir að hafa þurft að skríða á klósettið

Sár og reiður eftir að hafa þurft að skríða á klósettið
Pressan
Í gær

Eldflaugum rignir yfir Ísraelsmenn í kjölfar innrásar þeirra í Líbanon

Eldflaugum rignir yfir Ísraelsmenn í kjölfar innrásar þeirra í Líbanon
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórinn neitar því að hafa stundað fjársvik

Borgarstjórinn neitar því að hafa stundað fjársvik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan sögð vera svikahrappur

Ofurfyrirsætan sögð vera svikahrappur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifu tennurnar úr sér til „fegrunar“ og til að sýna „hugrekki“

Rifu tennurnar úr sér til „fegrunar“ og til að sýna „hugrekki“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kokkur deilir snilldarráði – Svona verður hart brauð mjúkt á nokkrum mínútum

Kokkur deilir snilldarráði – Svona verður hart brauð mjúkt á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru baðvenjur þínar óhollar? Svona lengi áttu að vera í baði

Eru baðvenjur þínar óhollar? Svona lengi áttu að vera í baði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sækýr var drepin af krókódíl og síðan rifin í tætlur af tígrishákarli

Sækýr var drepin af krókódíl og síðan rifin í tætlur af tígrishákarli