fbpx
Miðvikudagur 02.október 2024
Pressan

Fluttu til Búlgaríu og ætla aldrei að flytja þaðan – Þetta eru helstu ástæðurnar

Pressan
Miðvikudaginn 2. október 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagstætt veðurfar, viðráðanlegt húsnæðisverð og góð heilbrigðisþjónusta. Þetta eru allt góðar og gildar ástæður fyrir því að hjónin Simon og Irena Hill hafa ákveðið að búa í Búlgaríu það sem eftir er.

Simon skrifaði athyglisverðan pistil sem birtist á vef Daily Mail en þar fer hann yfir ástæður þess að þau hjónin ákváðu að flytjast búferlum til Búlgaríu af öllum stöðum. Simon er fæddur á Bretlandseyjum og starfaði lengst af sem kennari en Irena er fædd í Rússlandi og hefur lengst af starfað við söng og söngkennslu.

Hjónin hafa lengst af búið á Bretlandseyjum en þau hafa einnig búið í stutta stund í Kenía, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Katar og Kína.

Fengu áfall yfir dýrtíðinni

„Við fluttum svo aftur heim til Bretlands árið 2003 og fengum áfall þegar við sáum hversu hátt húsnæðiverðið var orðið og hversu dýrt var orðið að búa þar,“ segir Simon í pistlinum og bætir við að þau hjónin hafi fljótlega farið að ræða um að flytja aftur út. Frakkland hafi til dæmis komið til greina en þar sé húsnæðisverðið engu skárra en á Bretlandseyjum.

„Svo sáum við heimildarmynd um Búlgaríu sem fjallaði um Breta sem hafa ákveðið að flytja út. Nokkrum vikum seinna vorum við búin að leigja okkur húsbíl og ákváðum að fara til Búlgaríu,“ segir Simon en þetta var í ágúst 2005. Það er skemmst frá því að segja að hjónin urðu ástfangin af landinu og litu í raun aldrei um öxl. „Við vorum hrifin af hugmyndinni um ódýra fasteign, rólegan stað og gott veður,“ segir hann.

Simon er 65 ára og Irena 64 ára og þrátt fyrir að hafa búið í Búlgaríu meira og minna síðastliðin tuttugu ár eru þau ekki búlgarskir ríkisborgarar. Þau eru með það sem kalla mætti íbúakort sem gerir þeim kleift að dvelja eins lengi og þau vilja í landinu og koma og fara að vild.

Ódýrar fasteignir

Hjónin eru búsett í litlum bæ sem kallast Elena en hann er í um 260 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Sofíu. Þaðan er stutt í fallegar sveitir þar sem heimamenn búa til jógúrt, osta og rækta eigið grænmeti. Þau eiga svo einnig íbúð í borginni Veliko Tarnovo sem er um 50 kílómetrum frá Elenu. Þar má meðal annars finna fornar og fallegar byggingar, Tsarevets-kastala sem er vinsæll meðal ferðamanna, sögulegar kirkjur og fjölbreytt úrval veitingastaða.

Veliko Tarnova er fallegur staður. Mynd/Pexels

„Á veturna erum við í borginni og á sumrin erum við í húsinu í Elenu,“ segir hann.

Simon bendir á að það sé einföld ástæða fyrir því að sífellt fleiri Bretar kjósa að flytja til Búlgaríu þegar árin færast yfir. „Ástæðan er peningar. Húsið okkar í sveitinni er risastórt en kostaði 12 milljónir króna,“ segir hann og bætir við að í raun hafi aðeins þurft að mála það. Með húsinu í sveitinni fylgdi einnig stór garður, raunar svo stór að þau ákváðu að breyta hluta hans í badmintonvöll.

Íbúðina í Veliko Tarnovo keypti þau fyrir sex milljónir króna fyrir fimmtán árum. Síðan þá hefur húsnæðisverð hækkað eins og annars staðar en það er þó mun viðráðanlegra en víða. Giskar Simon á að hann gæti selt íbúðina á um það bil tíu milljónir króna í dag.

„Búlgaría er með þetta allt“

Simon bendir á að Búlgaría sé nokkuð stórt land en íbúar tiltölulega fáir, eða rúmar sjö milljónir. Þar geti allir fengið eitthvað við sitt hæfi; fallegar sveitir, lítil umferð á vegum, fjöll, vötn, ár, skóglendi, skíðasvæði, Svartahafið, sagan, menningin.

„Búlgaría er með þetta allt. Búlgarska vínið er kannski ekki eins gott og það franska en það er ódýrara og vel drykkjarhæft. Sumrin í Búlgaríu eru löng og heit og hitinn í október getur verið um 23 gráður. Veturinn er síðan stuttur en getur verið harður með miklum snjó.“

Hann segir að heilbrigðisþjónustan sé einnig mjög góð og aðgengi að heimilislæknum mjög gott. „Ef maður mætir bara á staðinn þá þarf maður varla að bíða eftir því að hitta lækni. Svo þarf að borga um fimm pund á klukkutíma fyrir að leggja fyrir utan sjúkrahús í Bretlandi. Ég hef aldrei greitt krónu fyrir bílastæði í Búlgaríu,“ segir hann.

Hann segir að ekkert fararsnið sé á þeim hjónum.

„Ég og konan mín elskum lífið okkar í Búlgaríu. Hér er lífið einfalt og ódýrt. Ég myndi aldrei einu sinni íhuga það að flytja aftur til Bretlands. Ef þú ert að hugsa um að flytja, gerðu það. Þú munt ekki sjá eftir því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sár og reiður eftir að hafa þurft að skríða á klósettið

Sár og reiður eftir að hafa þurft að skríða á klósettið
Pressan
Í gær

Eldflaugum rignir yfir Ísraelsmenn í kjölfar innrásar þeirra í Líbanon

Eldflaugum rignir yfir Ísraelsmenn í kjölfar innrásar þeirra í Líbanon
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórinn neitar því að hafa stundað fjársvik

Borgarstjórinn neitar því að hafa stundað fjársvik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan sögð vera svikahrappur

Ofurfyrirsætan sögð vera svikahrappur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifu tennurnar úr sér til „fegrunar“ og til að sýna „hugrekki“

Rifu tennurnar úr sér til „fegrunar“ og til að sýna „hugrekki“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kokkur deilir snilldarráði – Svona verður hart brauð mjúkt á nokkrum mínútum

Kokkur deilir snilldarráði – Svona verður hart brauð mjúkt á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru baðvenjur þínar óhollar? Svona lengi áttu að vera í baði

Eru baðvenjur þínar óhollar? Svona lengi áttu að vera í baði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sækýr var drepin af krókódíl og síðan rifin í tætlur af tígrishákarli

Sækýr var drepin af krókódíl og síðan rifin í tætlur af tígrishákarli