fbpx
Fimmtudagur 03.október 2024
Pressan

Finnar skila pöndum til Kína – Of dýrt að hafa þær

Pressan
Miðvikudaginn 2. október 2024 06:30

Pöndur eru nú ansi krúttlegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmum átta árum fyrir tímann senda Finnar tvær pöndur heim til Kína. Ástæðan er að það kostar mikið að hafa þær og skuldir hafa hlaðist upp hjá dýragarðinum.

CNN segir að pöndurnar, sem heita Jin Bao Bao og Hua Bao, hafi komið til Finnlands í janúar 2018, nokkrum mánuðum eftir að Xi Jinping, forseti Kína, var þar í opinberri heimsókn.

Samið var um að pöndurnar skyldu vera í Finnlandi í 15 ár. En árin verða aðeins sjö því fljótlega verða pöndurnar settar í einangrun í einn mánuð og síðan verða þær fluttar til Kína.

Þær hafa dvalið í Ahtari dýragarðinum í suðurhluta landsins frá 2018. Dýragarðurinn er í einkaeign og segir Risto Suvionen, forstjóri, að fram að þessu hafi útgjöldin vegna pandanna verið um 8 milljónir evra, það svarar til um 1,2 milljarða íslenskra króna.

Þegar dýragarðurinn fékk pöndurnar var vonast til að þær myndu laða fleiri gesti í garðinn. Suvionen sagði á síðasta ári að þess í stað hafi dýragarðurinn safnað skuldum því vegna sóttvarnaaðgerða á tíma heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafi  gestafjöldinn verið var mjög takmarkaður.

Þá hefur hærri verðbólga haft áhrif á reksturinn og kostnaðurinn við pöndurnar hefur einnig aukist. Dýragarðurinn sótti um stuðning frá ríkinu á síðasta ári en þeirri beiðni var hafnað.

Samningaviðræður við Kínverja um að senda pöndurnar heim tóku þrjú ár að sögn Suvionen og nú sé staðan sú að Kínverjar segi að hægt sé að senda þær heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sár og reiður eftir að hafa þurft að skríða á klósettið

Sár og reiður eftir að hafa þurft að skríða á klósettið
Pressan
Í gær

Eldflaugum rignir yfir Ísraelsmenn í kjölfar innrásar þeirra í Líbanon

Eldflaugum rignir yfir Ísraelsmenn í kjölfar innrásar þeirra í Líbanon
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórinn neitar því að hafa stundað fjársvik

Borgarstjórinn neitar því að hafa stundað fjársvik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan sögð vera svikahrappur

Ofurfyrirsætan sögð vera svikahrappur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifu tennurnar úr sér til „fegrunar“ og til að sýna „hugrekki“

Rifu tennurnar úr sér til „fegrunar“ og til að sýna „hugrekki“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kokkur deilir snilldarráði – Svona verður hart brauð mjúkt á nokkrum mínútum

Kokkur deilir snilldarráði – Svona verður hart brauð mjúkt á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru baðvenjur þínar óhollar? Svona lengi áttu að vera í baði

Eru baðvenjur þínar óhollar? Svona lengi áttu að vera í baði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sækýr var drepin af krókódíl og síðan rifin í tætlur af tígrishákarli

Sækýr var drepin af krókódíl og síðan rifin í tætlur af tígrishákarli