fbpx
Föstudagur 18.október 2024
Pressan

Segja að Norður-Kóreumenn hafi sent 12 þúsund hermenn til að hjálpa Rússum

Pressan
Föstudaginn 18. október 2024 16:30

Pútín og Kim Jong Un eru mestu mátar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyniþjónusta Suður-Kóreu segir að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sent alls tólf þúsund hermenn til að aðstoða rússneska herinn í stríðinu í Úkraínu.

CNN greinir frá þessu.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, eru hinir mestu mátar og hittust þeir til að mynda í Pyongyang í sumar þar sem þeir áttu, að því er virðist, árangursríkan fund. Komust þeir meðal annars að samkomulagi um það að ef ráðist yrði á annað hvort ríkið myndi hitt ríkið koma því til aðstoðar.

Yonhap-fréttaveitan í Suður-Kóreu hefur eftir heimildarmönnum innan raða leyniþjónustunnar að hermennirnir hafi þegar verið sendir úr landi.

Norðurkóreski herinn er einn sá stærsti í heimi, með liðsafla upp á 1,2 milljónir hermanna, en bent er á það í frétt CNN að hermennirnir séu reynslulitlir og óvíst sé hversu vel þjálfaðir þeir séu. Spurningarmerki hafi þar af leiðandi verið sett við það að hversu miklu gagni þeir koma Rússum.

Rússar hafa staðfastlega neitað því að njóta aðstoðar Norður-Kóreumanna í stríðinu í Úkraínu. Það gerðist í kjölfar þess að fjölmiðlar í Úkraínu greindu frá því að sex norðurkóreskir hermenn hefðu fallið í átökum í Donetsk-héraði þann 3. október síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fann vefsíðu á netinu þar sem fólk kaupir þjónustu leigumorðingja – Setti sig í samband við fólk en í einu tilfelli var það orðið of seint

Fann vefsíðu á netinu þar sem fólk kaupir þjónustu leigumorðingja – Setti sig í samband við fólk en í einu tilfelli var það orðið of seint
Pressan
Í gær

„Mannætuherdeildin“ komin heim og íbúar eru ekki sáttir

„Mannætuherdeildin“ komin heim og íbúar eru ekki sáttir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst á lífi eftir 67 daga á sjó: Bróðir hans og litli frændi látnir við hlið hans

Fannst á lífi eftir 67 daga á sjó: Bróðir hans og litli frændi látnir við hlið hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil aukning í samsæriskenningum – Bandarískum veðurfræðingum hótað lífláti vegna fellibylja

Mikil aukning í samsæriskenningum – Bandarískum veðurfræðingum hótað lífláti vegna fellibylja