fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Ísraelsmenn með árás á Íran í undirbúningi – Svona gæti hún farið fram

Pressan
Fimmtudaginn 17. október 2024 12:30

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir embættismenn eiga von á því að Ísraelsmenn láti til skarar skríða gegn Írönum áður en forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram þann 5. nóvember næstkomandi.

Um verður að ræða hefndaraðgerðir fyrir loftárásir Írana á Ísrael þann 1. október síðastliðinn þegar eldflaugum var skotið að Tel Avív og Jerúsalem. Með árásunum vildu Íranar hefna fyrir dauða Hassan Nasrallah, leiðtoga Hezbollah-samtakanna.

Ísraelsmenn hafa heitið hefndum en einhverjir hafa klórað sér í kollinum yfir því hversu langan tíma Ísraelsher hefur tekið í að bregðast við.

CNN greinir frá því og hefur eftir heimildarmönnum sínum að Ísraelsmenn séu með árás í undirbúningi og hún verði gerð á næstu dögum eða vikum. Heimildir Washington Post herma það sama.

Óvissa ríkir þó um það hvernig hún fer fram, en þó er talið víst að Ísraelsmenn muni ekki ráðast á þjóðhagslega mikilvæga innviði í Íran eins og olíubirgðastöðvar.

Heimildarmaður CNN segir að mikið hafi verið rætt um málið í ríkisstjórn Ísraels þar sem einhverjir ráðamenn hafa viljað láta til skarar skríða fyrr. Ef Ísraelsmenn bíði lengur geti óvinir landsins litið á það sem veikleika. Sami heimildarmaður segir að hefndaraðgerðir Ísraelsmanna verði ekki bundnar við eina árás heldur frekar einhvers konar röð aðgerða.

Fyrr í þessari viku fullvissuðu ísraelskir embættismenn kollega sína í Bandaríkjunum að ekki ráðist á kjarnorku- eða olíuinnviði í Íran. Höfðu Bandaríkjamenn áhyggjur af því að slíkar aðgerðir gætu leitt til allsherjarstríðs í Mið-Austurlöndum og bandarísk stjórnvöld myndu ekki verja slíkar hefndaraðgerðir.

Kosningarnar í Bandaríkjunum fara fram þann 5. nóvember næstkomandi sem fyrr segir, en stjórnmálaskýrendur eru á því að þróun mála í Mið-Austurlöndum í aðdraganda kosninga geti haft talsverð áhrif á niðurstöður kosninganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“