fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Ása Guðbjörg með óvænta yfirlýsingu eftir að maður hennar mætti fyrir dóm

Pressan
Fimmtudaginn 17. október 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Guðbjörg Ellerup sótti um skilnað frá eiginmanni sínum, Rex Heuermann, sex dögum eftir að hann var handtekinn og ákærður fyrir raðmorð í New York. Skilnaðurinn er ekki frágenginn, en á því rúma ári síðan Heuermann var handtekinn hefur hann verið ákærður fyrir morð alls sex kvenna. Enn er talið líklegt að ákærurnar verði fleiri.

DailyMail greinir nú frá því að Ása hafi gefið frá sér óvænta yfirlýsingu í vikunni. Þrátt fyrir þau sönnunargögn ákæruvaldsins sem þegar hafa verið opinberuð, svo sem skjal sem fannst á hörðum disk í eigu Heuermann þar sem má finna leiðbeiningar fyrir morðingja, trúir Ása enn að maður sinn sé saklaus.

Heuermann mætti í undirbúningsþinghald í gær í Suffolk sýslu. Við tilefnið sagði lögmaður Ásu, Robert Macedonio:

„Handtaka Rex og ásakanirnar gegn honum hafa rústað lífi fjölskyldunnar eins og þau þekktu það. Eftir tæpa þrjá áratugi með manni sínum á hún erfitt með að ímynda sér að hann sé sekur um þá hrottalegu glæpi sem á hann eru bornir. Raunin er sú að þó hún voni það besta þarf hún að undirbúa sig undir það versta, og hún ætlar áfram að bíða með að fella sinn dóm þar til yfir lýkur.“

Ása hefur, ásamt fullorðnum syni sínum, flúið ágang fjölmiðla og annarra og býr nú í Suður-Karólínu þar sem fjölskyldan á fasteign. Hún mætti ekki í dómsal í gær.

Heuermann er sagður hafa verið hinn hressasti í gær. Hann talaði ekki við nokkurn mann en er sagður hafa glott við og við. Verjendur hans munu fá um 120 terabæt af gögnum sem lögregla fann á raftækjum í eigu Heuermann. Næsta þinghald verður í desember en dómari í málinu vonast til að þá sé hægt að velja dagsetningu fyrir aðalmeðferð.

Lögmaður Heuermann greindi frá því að skjólstæðingur hans sé nú í einangrun í fangelsinu. Lögregla segi að það sé til að tryggja öryggi hans, en verjandinn telur þær áhyggjur ástæðulausar.

Heuermann var ákærður fyrir morð þriggja kvenna rétt eftir að hann var handtekinn. Fjórða konan bættist við í janúar og svo tvær til viðbótar í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð