fbpx
Miðvikudagur 16.október 2024
Pressan

Fundu kafara í maga hákarls

Pressan
Miðvikudaginn 16. október 2024 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok september voru hjónin Colleen og Mike Monfore að kafa nærri eyjunni Pulau Reong í Indónesíu ásamt vinum sínum. Þau höfðu fengið leiðbeinanda til að hjálpa til við köfunina. Þegar þau voru komin talsvert frá landi hreyf sterkur straumur þau og misstu þau sjónar hvert á öðru. Allir komust aftur upp í bátinn neme Colleen.

Colleen, sem var 68 ára, og Mike höfðu keypt sér sjö vikna köfunarfrí ásamt fimm vinum sínum. En fríið endaði hörmulega því Colleen lést en talið er að  hákarl hafi banað henni. New York Post skýrir frá þessu.

Leitað var að henni í átta daga, án árangurs. En nokkrum dögum eftir að leitinni var hætt sigldi sjómaður einn fram á hákarl sem virtist ekki vera í góðu standi. Hann aflífaði hann og tók með í land.

„Ég hélt að hákarlinn hefði gleypt plast eða net,“ sagði sjómaðurinn í samtali við The New York Post.

Þegar hann risti kvið hákarlsins upp, sá hann líkamsleifar í svörtum blautbúningi. Samanburður á fingraförum leiddi í ljós að þetta var lík Colleen.

Ferðafélagar hennar eru sannfærð um að hákarlinn hafi ekki banað henni, heldur hafi hún látist af öðrum orsökum og hákarlinn síðan gleypt hana.

Rick Sass, sem var með þeim hjónum í fríinu, sagðist telja að það hafi hvorki verið hákarlinn né aðstæðurnar í sjónum sem hafi orðið Colleen að bana. Þau hafi kafað saman í 30 ár og að Colleen hafi vitað hvað hún var að gera.

Hákarlinn fannst við Austur-Tímor, um 120 kílómetra frá staðnum þar sem Colleen hvarf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kántrístjarna gerði hlé á tónleikum meðan eiginkonan fæddi son – „Klikkaðasta kvöld lífs míns“

Kántrístjarna gerði hlé á tónleikum meðan eiginkonan fæddi son – „Klikkaðasta kvöld lífs míns“
Pressan
Í gær

Óttast að fá Kínverja sem nágranna við mikilvæga bandaríska herstöð

Óttast að fá Kínverja sem nágranna við mikilvæga bandaríska herstöð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað eru margar vetrarbrautir í alheiminum?

Hvað eru margar vetrarbrautir í alheiminum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja landa þorp í hjarta Evrópu

Tveggja landa þorp í hjarta Evrópu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu lengi getur maður lifað við að borða sjálfan sig?

Hversu lengi getur maður lifað við að borða sjálfan sig?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun – Vita nú hvenær feldur ísbjarna varð hvítur

Óvænt uppgötvun – Vita nú hvenær feldur ísbjarna varð hvítur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fullorðinn maður fékk mikið hrós fyrir „snilldarlega hefnd“ gegn níu ára dreng

Fullorðinn maður fékk mikið hrós fyrir „snilldarlega hefnd“ gegn níu ára dreng
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hundur reif handlegginn af eiganda sínum – Lögreglustjórinn aldrei séð annað eins

Hundur reif handlegginn af eiganda sínum – Lögreglustjórinn aldrei séð annað eins