fbpx
Miðvikudagur 16.október 2024
Pressan

Frambjóðandi stefnir CNN út af klámfrétt, krefst milljarða og segir fréttaflutninginn skipulagða aðför að mannorði hans

Pressan
Miðvikudaginn 16. október 2024 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vararíkisstjórinn Mark Robinson er að bjóða sig fram til embættis ríkisstjóra í Norður-Karólínu. Hann er repúblikani og mikill stuðningsmaður Trump. Það vakti gífurlega athygli í september þegar CNN birti frétt þar sem frambjóðandinn var tengdur við gróf ummæli sem voru látin falla á klámsíðu fyrir þó nokkrum árum, eða áður en Robinson sneri sér að stjórnmálum.

Téð ummæli voru fólki í sér mikla kvenfyrirlitningu og eins kynþáttafordóma, og það þrátt fyrir að Robinson sé sjálfur svartur. Þar sagði hann meðal annars að það væri verr og miður að KuKuxKlan-hópurinn tekur ekki inn svarta meðlimi, en hann skilgreindi sig sem svartan nasista.

Varð fréttaflutningur til þess að margir nafntogaðir repúblikanar ákváðu að láta af stuðningi við Robinson, þar með talið Trump. Robinson segir að CNN hafi ákveðið að birta fréttina án þess að skeyta nokkru um að persónuupplýsingar Robinson, þar með talið nafn hans, lykilorð, netfang og fæðingardagur, hefði verið hluti af stórum gagnalekum. Virðist frambjóðandinn þar með gefa til kynna að óvíst sé að ummælin á klámsíðunni séu raunverulega hans. CNN hafði tengt hann við ummælin með því að rekja saman meðal annar netfang og annað slíkt.

Robinson kallar fréttaflutninginn „hátækni hýðingu á frambjóðanda sem hafi frá upphafi verið skotmark þeirra sem eru ósammála mér í stjórnmálum og vilja rústa framboði mínu“.

CNN hafði þó meira í höndunum heldur en bara netföng, notendanafn og slíkt til að tengja Robinson við ummælin. Sérfræðingar voru fengnir til að greina orðræðuna á klámsíðunni og bera saman við orðræðu Robinson á samfélagsmiðlum hans. Niðurstaðan var sú að ummælin kæmu líkast til frá sama manni.

Robinson hefur þó ákveðið að höfða meiðyrðamál og fer fram á marga milljarða í miskabætur. Er því haldið fram í stefnu að fréttaflutningi hafi ætlað að koma höggi á framboð hans en að um skipulagða aðför gegn orðspori hans hafi verið um að ræða.

New York Post greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Skotbardagi rétt við Kreml

Skotbardagi rétt við Kreml
Pressan
Í gær

Brá mikið þegar hún sá hvað var í fatapakkanum

Brá mikið þegar hún sá hvað var í fatapakkanum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlíf og líkamsgötun fóru illa í óperugesti – Sumir þurftu læknisaðstoð

Kynlíf og líkamsgötun fóru illa í óperugesti – Sumir þurftu læknisaðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég er tilbúin að gera hvað sem er fyrir peninga, óháð því hversu ógeðslegt verkið er“

„Ég er tilbúin að gera hvað sem er fyrir peninga, óháð því hversu ógeðslegt verkið er“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvítt efni á 3.600 ára múmíum kom vísindamönnum á óvart

Dularfullt hvítt efni á 3.600 ára múmíum kom vísindamönnum á óvart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Undarlegur „sebra steinn“ á Mars er ólíkur öllu öðru sem sést hefur á plánetunni

Undarlegur „sebra steinn“ á Mars er ólíkur öllu öðru sem sést hefur á plánetunni