fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Níu ára strákur ók yfir föður sinn sem var að kenna honum að keyra

Pressan
Þriðjudaginn 15. október 2024 07:30

Frá slysstað. Mynd:: WTVG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af einhverri ástæðu taldi Clejuan Williams, sem er 36 ára og býr í Toledo í Ohio, það vera góða hugmynd að kenna níu ára syni sínum að aka bifreið. En þessi ökukennsla endaði með að Clejuan var fluttur á sjúkrahús eftir að sonurinn ók yfir hann.

Sky News segir að drengurinn hafi sest í bílstjórasætið og síðan hafi Clejuan sagt honum að ýta á annan hvorn pedalann en eins og gefur að skilja vissi drengurinn ekki hvaða hlutverki þeir gegna og hvað þá hvorum megin bensíngjöfin og bremsan eru.

Á upptöku af slysinu, sem WTVG birti, sést að bifreiðin fór hratt aftur á bak þegar drengurinn steig á pedalann, sem sagt bensíngjöfina. Clejuan stóð við opna hurðina. Þegar bílinn fór aftur á bak, skall hurðin á honum og felldi til jarðar og dróst hann undir bílinn áður en hann stöðvaðist þegar hann lenti á staur.

Clejuan var undir áhrifum áfengis þegar þetta gerðist og á hann yfir höfði sér kæru fyrir að hafa falið manneskju, sem ekki er með ökuréttindi, stjórn ökutækis og að stofna lífi drengsins í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags