fbpx
Þriðjudagur 15.október 2024
Pressan

Gisting á hóteli í Las Vegas breyttist í martröð 

Pressan
Þriðjudaginn 15. október 2024 17:30

Veggjalýs eru óvelkomnar á flestum stöðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krystal Nailer, kona búsett í Mississippi í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að höfða mál gegn STRAT-hótelinu og spilavítinu í Las Vegas eftir að hún var bitin illa af veggjalús á hótelinu.

Krystal dvaldi á hótelinu um skamma stund árið 2022 og segist hún í stefnu sinni enn vera með ör á líkamanum eftir bitin. Hún hafi leitað sér læknismeðferðar á síðustu misserum og kostnaður hennar vegna málsins sé kominn í um tvær milljónir króna.

Krystal segir að tveimur dögum eftir að hún tékkaði sig inn á hótelið hafi hún vaknað um miðja nótt og verið með mikinn kláða. Hún hafi fljótlega rekið augun í veggjalús í rúminu og þegar henni var litið í spegil sá hún að húðin var upphleypt á bakinu og rassinum.

Í samtali við USA Today segir Krystal að hún hafi verið með verki og kláða svo vikum skiptir. Þetta hafi ekki bara haft líkamleg áhrif því málið hafi einnig lagst þungt á sálartetrið. Hún hafi þurft að farga öllum farangri, þar á meðal fötum.

Krystal hefur farið fram á 30 þúsund dali í bætur, rúmar fjórar milljónir króna. Heldur hún því fram að hótelið hafi vitað að veggjalýs væru í herberginu enda hefðu aðrir gestir sem á undan henni komu kvartað undan því sama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Keypti hús fullbúið húsgögnum – Frystirinn geymdi hræðilegt leyndarmál

Keypti hús fullbúið húsgögnum – Frystirinn geymdi hræðilegt leyndarmál
Pressan
Í gær

Svæði 51 og geimverurnar – Leyndarhjúpur og samsæriskenningar – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Svæði 51 og geimverurnar – Leyndarhjúpur og samsæriskenningar – Hvað er rétt og hvað er rangt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvítt efni á 3.600 ára múmíum kom vísindamönnum á óvart

Dularfullt hvítt efni á 3.600 ára múmíum kom vísindamönnum á óvart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undarlegur „sebra steinn“ á Mars er ólíkur öllu öðru sem sést hefur á plánetunni

Undarlegur „sebra steinn“ á Mars er ólíkur öllu öðru sem sést hefur á plánetunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið aðferð til að endurvekja mannkynið til lífsins milljörðum ára eftir útrýmingu þess

Telja sig hafa fundið aðferð til að endurvekja mannkynið til lífsins milljörðum ára eftir útrýmingu þess
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú vitum við loksins hvaðan lofthjúpurinn á tunglinu kom

Nú vitum við loksins hvaðan lofthjúpurinn á tunglinu kom
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaði rúmlega 700 egg á einum mánuði – Ætlaði að sýna fram á ákveðið atriði

Borðaði rúmlega 700 egg á einum mánuði – Ætlaði að sýna fram á ákveðið atriði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hundar og kettir glíma líka við elliglöp – Þessu skaltu fylgjast með

Hundar og kettir glíma líka við elliglöp – Þessu skaltu fylgjast með