fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Óttast að fá Kínverja sem nágranna við mikilvæga bandaríska herstöð

Pressan
Mánudaginn 14. október 2024 08:00

Frá Diego Garcia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega sömdu Bretar við stjórnvöld í Máritíus um yfirráð yfir Chagoseyjum. Þetta er þyrping af eyjum í Kyrrahafi sem Máritíus hefur lengi gert kröfu til. Ein af eyjunum heitir Diego Garcia og þar reka Bretar og Bandaríkjamenn herstöð sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir bandaríska herinn í Indlandshafi og Kyrrahafi.

Samkvæmt samningnum munu Bretar láta Máritíus eftir yfirráð yfir Chagoseyjum, þar á meðal Diego Garcia. Það er þó kveðið á um það í samningnum að herstöðin verði áfram starfrækt næstu 99 árin hið minnsta. Chagoseyjarnar eru rúmlega 2.000 kílómetra frá Máritíus.

Þegar Máritíus fékk sjálfstæði frá Bretlandi 1968 héldu Bretar Chagoseyjum, eingöngu vegna herstöðvarinnar á Diego Garcia. Þeir gerðu eyjarnar að nýrri nýlendu sinni, British Indian Ocean Territory. Þetta hafa stjórnvöld í Máritíus aldrei sætt sig við og fyrir 5 árum komst Alþjóðadómstóllinn í Haag að þeirri niðurstöðu að þetta væri ólöglegt.

Fáir hafa líklega heyrt um Diego Garcia en þegar tilkynnt var um samninginn vöknuðu margir upp við vondan draum í Washington og Lundúnum.

Herstöðin, þar er stór herflugvöllur, gegndi mikilvægu hlutverki í Persaflóastríðinu, Íraks-stríðunum og í stríðinu í Afganistan.  Í núverandi stríðsátökum í Miðausturlöndum gegnir hún mikilvægu hlutverki varðandi viðbragðsgetu bandaríska hersins.

Flugbrautin þar er 3.600 metra löng og þar geta því stærstu sprengjuflugvélar Bandaríkjamanna lent, þar á meðal B-1B og B-52H Stratofortress sem geta borið kjarnorkuvopn. Þessar gríðarstóru flugvélar geta flogið allt að 14.000 kílómetra og með því að hafa aðstöðu á Diego Garcia geta þær sinnt verkefnum í Miðausturlöndum, Afríku, Asíu og Suður-Kínahafi en þar geta flugvélar frá bandarísku herstöðinni á Gvam einnig komið til sögunnar.

Þeir sem gagnrýna samninginn óttast að hann sé hrein gjöf til Kínverja. Ástæðan er að samband Máritíus og Kína er mjög gott og óttast fólk nú að Kínverjar muni þrýsta á um að fá að koma upp herstöð á einhverri af eyjunum eða að minnsta kosti hleranastöð. Þannig gætu þeir komið sér fyrir nærri Diego Garcia.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við