fbpx
Mánudagur 14.október 2024
Pressan

Kynlíf og líkamsgötun fóru illa í óperugesti – Sumir þurftu læknisaðstoð

Pressan
Mánudaginn 14. október 2024 07:30

Það þurfti meðal annars að fá lækni til að sinna sumum óperugestanna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að óperan „Sancta“, eftir hina austurrísku Florentina Holzinger, hafi haft mikil áhrif á gesti óperunnar í Stuttgart í Þýskalandi þegar hún var sýnd þar nýlega. Átján gestir þurftu á aðstoð að halda vegna gríðarlegrar ógleði sem sótti á þá. Í óperunni eru gerð göt á líkama fólks, það stundar kynlíf á sviðinu og mikið magn af alvöru blóði og gerviblóði flæðir um.

Þetta er greinilega ekki eitthvað sem allir þola ef miða má við frétt The Guardian sem segir að verkið hafi verið sýnt tvisvar í óperunni og hafi samtals átján sýningargestir þurft á aðstoð að halda, þar af þurftu þrír læknisaðstoð.

Verk Holzinger eru þekkt fyrir að dansa á mörkum dansverka og djarfra sýninga. Aðeins konur koma fram í verkum hennar og eru þær venjulega allsnaktar eða hálfnaktar á sviðinu. Í fyrri verkum hennar hafa leikararnir meðal annars stundað sverðagleypingar, húðflúr, sjálfsfróun og málað með blóði og hægðum.

Holzinger ræddi við blaðamann the Guardian fyrr á árinu og sagði þá að í hennar augum sé góð danstækni ekki bara að geta dansað fullkomlega, heldur einnig að geta kastað af sér vatni eftir pöntun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

14 ára stúlka tók líklega mynd af morðingja sínum

14 ára stúlka tók líklega mynd af morðingja sínum
Pressan
Í gær

Hversu lengi getur maður lifað við að borða sjálfan sig?

Hversu lengi getur maður lifað við að borða sjálfan sig?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú vitum við loksins hvaðan lofthjúpurinn á tunglinu kom

Nú vitum við loksins hvaðan lofthjúpurinn á tunglinu kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fullorðinn maður fékk mikið hrós fyrir „snilldarlega hefnd“ gegn níu ára dreng

Fullorðinn maður fékk mikið hrós fyrir „snilldarlega hefnd“ gegn níu ára dreng
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þáttastjórnandi réði ekki við sig og sprakk úr hlátri þegar Trump kom með galna fullyrðingu

Þáttastjórnandi réði ekki við sig og sprakk úr hlátri þegar Trump kom með galna fullyrðingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpar sprengju í nýrri bók: Töldu miklar líkur á að Rússar myndu beita kjarnavopnum

Varpar sprengju í nýrri bók: Töldu miklar líkur á að Rússar myndu beita kjarnavopnum