Í frystinum voru líkamshlutar. Þetta var að sjálfsögðu tilkynnt samstundis til lögreglunnar sem hóf rannsókn á málinu sem er rannsakað sem morðmál.
Nýlega skýrði lögreglan frá því að DNA-rannsókn hafi leitt í ljós að líkamshlutarnir séu af Amanda Leariel Overstreet sem ekkert hafði spurst til síðan 2005 en þá var hún 16 ára.
Húseigandinn, Bradley David Imer, var kvæntur Leanne Overstreet. Hann lést af völdum COVID-19 árið 2021. Lögreglan segir að Leanne sé móðir Amanda.
Lögreglan segir að nýi húseigandinn sé alls ótengdur málinu, hann hafi einungis keypt húsið með öllu innbúi. Þegar hann gaf frystinn hafi nýi eigandi hans fundið mannshöfuð og handleggi í honum.
Metro segir að í tilkynningu frá lögreglunni komi fram að svo virðist sem aldrei hafi verið tilkynnt um hvarf Amanda.
Ekki hefur enn verið skorið úr um hver dánarorsök hennar var og enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.