fbpx
Mánudagur 14.október 2024
Pressan

Fékk áfall þegar hún skoðaði lottómiðann

Pressan
Mánudaginn 14. október 2024 19:30

Kyle og Jennifer eru alsæl með fulla vasa af peningum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Murray, nýbakaður faðir í Kanada, keypti sinn fyrsta lottómiða á ævinni fyrir skemmstu. Hann hefði varla getað valið betri tíma því hann og eiginkona hans unnu þann stóra á dögunum, 70 milljónir kanadískra dollara, eða tæpa sjö milljarða íslenskra króna.

Útdrátturinn fór fram þann 20. ágúst síðastliðinn en Kyle og eiginkona hans, Jennifer Stuart-Flynn, voru þá nýkomin heim af fæðingardeildinni með nýfæddan son sinn.

Kyle keypti sér miða þegar hann fór út á flugvöll að sækja tengdamóður sína sem var á leið í heimsókn til að sjá nýja fjölskyldumeðliminn. „Ég greip miðann og setti hann á ísskápinn þegar ég kom heim,“ sagði Kyle í samtali við kanadíska fjölmiðla en hann og eiginkona hans eru búsett í Iroquois Falls í Ontario.

Daginn eftir að útdrátturinn fór fram heyrði Jennifer frá vini sínum að vinningsmiðinn hefði verið keyptur í Iroquois Falls. Dró hún upp símann sinn og skannaði miðann og kom þá hljóð í appinu sem gaf til kynna að stór vinningur væri á miðanum.

„Ég fékk áfall þannig að ég lokaði appinu og opnaði það aftur. Ég skannaði miðann aftur og aftur kom hljóðið. Það var þá sem ég kallaði á Kyle,“ segir Jennifer.

Hjónin eru meðvituð um að því fylgir ábyrgð að vinna svo stóra upphæð á einu bretti og þau ætla að vanda til verka þegar kemur að fjárútlátum. „Síðustu ár hafa verið erfið og allt sem við höfum gert hefur verið fyrir börnin okkar,“ segir hún.

Með sjö milljarða á milli handanna vilja hjónin einnig láta gott af sér leiða og ætlar Jennifer að kaupa íbúð handa systur sinni sem hefur staðið með henni í gegnum súrt og sætt. Þá segjast hjónin eiga þann draum að kaupa lítinn búgarð svo börnin þeirra geti alist upp í nágrenni við náttúruna og dýralíf.

Fyrir áhugasama þá voru vinningstölurnar 2, 11, 12, 21, 24, 38 og 39.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk blandar sér í umræðuna um fljúgandi furðuhluti og telur að þetta sé í gangi

Elon Musk blandar sér í umræðuna um fljúgandi furðuhluti og telur að þetta sé í gangi
Pressan
Í gær

14 ára stúlka tók líklega mynd af morðingja sínum

14 ára stúlka tók líklega mynd af morðingja sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið aðferð til að endurvekja mannkynið til lífsins milljörðum ára eftir útrýmingu þess

Telja sig hafa fundið aðferð til að endurvekja mannkynið til lífsins milljörðum ára eftir útrýmingu þess
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú vitum við loksins hvaðan lofthjúpurinn á tunglinu kom

Nú vitum við loksins hvaðan lofthjúpurinn á tunglinu kom
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjaðrafok í vinsælum morgunþáttum eftir umdeilt viðtal

Fjaðrafok í vinsælum morgunþáttum eftir umdeilt viðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þáttastjórnandi réði ekki við sig og sprakk úr hlátri þegar Trump kom með galna fullyrðingu

Þáttastjórnandi réði ekki við sig og sprakk úr hlátri þegar Trump kom með galna fullyrðingu