fbpx
Þriðjudagur 19.nóvember 2024
Pressan

„Ég er tilbúin að gera hvað sem er fyrir peninga, óháð því hversu ógeðslegt verkið er“

Pressan
Mánudaginn 14. október 2024 07:00

Sænsku glæpagengin láta leigumorðingjunum stundum handsprengjur í té. Mynd: EPA-EFE/Janerik Henriksson SWEDEN OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í apríl hafa að minnsta kosti sautján sænskir „leigumorðingjar“ verið handteknir í Danmörku, grunaðir um að ætla að fremja morð. Sá yngsti er 15 ára en sá elsti 25 ára. Sögur þeirra eru keimlíkar. Þeir eru grunaðir um að hafa komið til Danmerkur til að fremja morð en fyrir einhverja ótrúlega heppni tókst engum þeirra ætlunarverk sitt.

Það er nánast óþekkt í Danmörku, eða öllu heldur var nánast óþekkt, að glæpagengi fái ungt fólk, sem ekki er í glæpagengi, til að fremja skítverkin fyrir sig. En í Svíþjóð er þetta ekki nýtt af nálinni og þar eru ungmenni mjög oft „ráðinn til starfa“ af glæpagengjum til að fremja afbrot, oft morð.

Á samfélagsmiðlum og dulkóðuðum samskiptavefjum á borð við Telegram er auglýst eftir „jappere eða faders“ (skyttum, innsk. blaðamanns) og ungir piltar og karlmenn eru ráðnir til starfa í gegnum þessa samskiptamiðla. Oft eru þeir ráðnir til að fremja morð fyrir hönd miskunnarlausra leiðtoga glæpagengjanna en þeir halda sig margir hverjir í útlöndum til að forðast hinn langa arm laganna í Svíþjóð. Einnig eru piltarnir og ungu mennirnir oft neyddir til að taka verk af þessu tagi að sér vegna þess að þeir skulda glæpagengjunum peninga.

Ekstra Bladet segir að í sumar hafi margoft verið auglýst eftir „jappere“ til verkefna í Danmörku. Í kjölfar þess að danska lögreglan handtók marga Svía, sem voru komnir til Danmerkur til að fremja morð, í vor og sumar sendi lögreglan frá sér tilkynningu um hvað væri í gangi og að hún fylgist vel með stöðu mála í Svíþjóð. Talsmaður lögreglunnar sagði þá að lögreglan hefði séð auglýst að fyrir morð væri „verkkaupandi“ reiðubúinn til að greiða sem nemur fjórum milljónum íslenskra króna eða  meira. Hann sagði að piltarnir eða ungu mennirnir, sem taka slík verk að sér, komi oft úr erfiðum félagslegum aðstæðum. Þeim hafi oft verið komið fyrir á fósturheimilum, vanti peninga eða þrái að verða hluti af einhverju stóru.

Ekstra Bladet segir að af þeim sautján, sem hafa verið handteknir á síðustu mánuðum, þá séu átta af sænskum uppruna, einn er pólsk-sænskur og átta eru sænskir ríkisborgarar með innflytjendabakgrunn.

Flestir eru á unglingsaldri en 25 ára kærustupar er einnig meðal hinna handteknu. Parið er grunað um að hafa kastað handsprengju inn í sjoppu á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Karlinn og konan hafa hlotið dóma í Svíþjóð fyrir minniháttar afbrot og vitað er að þau eru fíkniefnaneytendur.

Í tengslum við rannsóknina á máli þeirra fann lögreglan skilaboð í síma konunnar þar sem hún hafði skrifað: „Ég er tilbúin að gera hvað sem er fyrir peninga, óháð því hversu ógeðslegt verkið er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin
Pressan
Í gær

Fór í fjölskylduferð til Súdans, stal vegabréfi konunnar og skildi hana eftir

Fór í fjölskylduferð til Súdans, stal vegabréfi konunnar og skildi hana eftir
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eirglampi vakti athygli okkar“ – Leiddi til merkilegrar uppgötvunar

„Eirglampi vakti athygli okkar“ – Leiddi til merkilegrar uppgötvunar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi mynd var upphafið á endinum

Þessi mynd var upphafið á endinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig eiga hnífapörin að snúa í uppþvottavélinni?

Hvernig eiga hnífapörin að snúa í uppþvottavélinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu gráðugt svarthol sem étur 40 sinnum hraðar en það ætti að geta gert

Fundu gráðugt svarthol sem étur 40 sinnum hraðar en það ætti að geta gert
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að nota kóladrykki til annars en drykkju

Svona er hægt að nota kóladrykki til annars en drykkju
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna áttu að láta ljósið á baðherberginu loga þegar þú gistir á hóteli

Þess vegna áttu að láta ljósið á baðherberginu loga þegar þú gistir á hóteli