fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Undarlegur „sebra steinn“ á Mars er ólíkur öllu öðru sem sést hefur á plánetunni

Pressan
Sunnudaginn 13. október 2024 07:30

Hann er ansi sérstakur. Mynd:NASA/JPL-Caltech/ASU

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Perseverance, Marsbíll bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, sendi nýlega myndir af dularfullum svart- og hvítröndóttum steini til jarðarinnar. Vísindamenn segjast aldrei hafa séð neitt þessu líkt á Mars.

Live Science segir að steinninn sé í Jezero gígnum og sé ólíkur öllu öðru sem sést hefur á plánetunni. Myndin var tekin þann 13. september.

Vísindamenn hafa nefnt steininn „Freya Castle“ og er áferð hans ólík öllu því sem sést hefur áður. Takmörkuð vitneskja liggur fyrir um efnasamsetningu hans en NASA segir að fyrstu kenningarnar séu að storku og/eða efnabreytingarferli hafi myndað rendurnar.

Steinninn er um 20 cm í þvermál. Hann liggur laus á yfirborðinu en það bendir til að hann hafi myndast annars staðar. Hann gæti hugsanlega hafa rúllað niður úr hlíðinni ofar í gígnum. Vonast NASA til að Perseverance finni aðra svona steina þegar bílinn ekur upp úr gígnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við