fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Fundu „framtíðarjörð“ – Er 8 milljarða ára inni í framtíðinni

Pressan
Sunnudaginn 13. október 2024 16:30

Gylfi á

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar hafa uppgötvað plánetu, sem er um tvisvar sinnum stærri en jörðin, sem veitir innsýn í hvernig jörðin getur litið út eftir 8 milljarða ára.

Plánetan, sem nefnd KMT-2020-BLG-0414, er í um 4.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Þetta er pláneta úr föstu efni og er hún á braut um hvítan dverg. Reiknað er með að sólin okkar breytist í hvítan dverg eftir um fimm milljarða ára.

En áður en sólin verður að hvítum dverg, þá mun hún breytast í rauðan risa og gleypa Merkúr, Venus og hugsanlega jörðina og Mars. Ef jörðin sleppur þá mun hún hugsanlega líkjast nýfundnu plánetunni og fjarlægjast sólina okkar sem verður þá að breytast í hvítan dverg og þar með verður hún minni hitagjafi en nú er.

Þetta kemur fram í rannsókn sem var nýlega birt í vísindaritinu Nature Astronomy.

Keming Zhang, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í fréttatilkynningu að ekki hafi enn náðst samstaða meðal vísindamanna um hvort sólin muni gleypa jörðina eða ekki þegar hún breytist í rauðan risa og þenst út eftir um sex milljónir ára. En vitað sé að jörðin verði aðeins byggileg í um einn milljarð ára til viðbótar því þá verði höfin gufuð upp vegna gróðurhúsaáhrifanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við