Plánetan, sem nefnd KMT-2020-BLG-0414, er í um 4.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Þetta er pláneta úr föstu efni og er hún á braut um hvítan dverg. Reiknað er með að sólin okkar breytist í hvítan dverg eftir um fimm milljarða ára.
En áður en sólin verður að hvítum dverg, þá mun hún breytast í rauðan risa og gleypa Merkúr, Venus og hugsanlega jörðina og Mars. Ef jörðin sleppur þá mun hún hugsanlega líkjast nýfundnu plánetunni og fjarlægjast sólina okkar sem verður þá að breytast í hvítan dverg og þar með verður hún minni hitagjafi en nú er.
Þetta kemur fram í rannsókn sem var nýlega birt í vísindaritinu Nature Astronomy.
Keming Zhang, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í fréttatilkynningu að ekki hafi enn náðst samstaða meðal vísindamanna um hvort sólin muni gleypa jörðina eða ekki þegar hún breytist í rauðan risa og þenst út eftir um sex milljónir ára. En vitað sé að jörðin verði aðeins byggileg í um einn milljarð ára til viðbótar því þá verði höfin gufuð upp vegna gróðurhúsaáhrifanna.