fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Af hverju finnum við síður til svengdar þegar hlýtt er í veðri?

Pressan
Sunnudaginn 13. október 2024 13:30

Þessum er heitt og finnur þá væntanlega ekki mjög til hungurs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vitað er að fólk sem býr í köldu umhverfi innbyrðir fleiri hitaeiningar en aðrir. En af hverju finnum við síður til hungur þegar hlýtt er í veðri?

Þú hefur hugsanlega tekið eftir því að á heitum sumardegi, finnur þú ekki til eins mikillar svengdar og þegar þú ert í köldu umhvefi. En hvaða tengsl eru á milli hitastigs og matarlystar? Af hverju finnum við síður til svengdar þegar heitt er í veðri?

Þessari spurningu var varpað fram á vef Live Science sem segir að vísindamenn hafi lengi skoðað tengsl hitastigs og matarlystar. Allison Childress, næringarfræðingur og lektor við Texas Tech háskólann, sagði í samtali við Live Science að vitað sé að fólk, sem býr í köldu umhverfi, neyti fleiri hitaeininga.

Hún sagði að líffræðileg ástæða sé fyrir þessu. Hitaeiningar séu orkueiningar og brennsla þeirra losi um hita og hjálpi fólki að halda líkamshitanum í köldu loftslagi. En þegar hlýnar að sumri, taki fólk eftir að það sé síður svangt.

Hún sagði að hins vegar sé ekki vitað hvaða ferli liggi að baki þessu en margir þættir hafi áhrif á hitaeininganeyslu.

Matt Carter, næringarfræðingur við Williams College í Massachusetts, tók í sama streng og sagði að margir þættir, til dæmis hormónar, prótín og umhverfisáhrif hafi áhrif á hvernig og af hverju við finnum til svengdar og af hverju við finnum síður til svengdar á heitum dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við