Vísindamennirnir notuðu lasertæki til að koma upplýsingunum um erfaðmengið fyrir á fimmvíddar kristal sem þeir segja að geti enst í milljarða ára. Ólíkt öðrum geymsluformum slíkra upplýsinga, þá eyðist kristallinn ekki með tímanum.
Sky News segir að í tilkynningu frá háskólanum segir að kristallinn sé eitt endingarbesta efnið sem fyrirfinnst á jörðinni. Hann geti staðið af sér gríðarlega sterk öfl, háan hita og geimgeislun.
Vísindamennirnir vonast til að hægt veðri að nota þessa aðferð í framtíðinni til að skrá erfðamegni plantna og dýra sem eru í útrýmingarhættu.
En það er einn hængur á þessu öllu saman. Hann er að enn búum við ekki yfir tækni til að endurgera fólk, plöntur eða dýr með aðeins upplýsingum um erfðamengi þeirra.