fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Pressan

Óvænt uppgötvun – Vita nú hvenær feldur ísbjarna varð hvítur

Pressan
Laugardaginn 12. október 2024 18:30

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvítur þykkur feldur sem heldur hita á ísbjörnum og hjálpar þeim einnig við að leynast fyrir bráð sinni. Efnaskipti ísbjarna eru einnig þannig að hjartað þolir að borða mjög feitan og kólestrolríkan mat, til dæmis uppáhaldsmatinn þeirra, selkjöt.

Þetta eru eiginleikar sem ísbirnir tileinkuðu sér á síðustu 70.000 árum en út frá þróunarlegu sjónarhorni þá er það mjög nýlega að sögn Popular Science í umfjöllun sinni um nýja rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu BMC Genomics.

Nánasti ættingi ísbjarna er brúnbjörn. Vísindamenn vita ekki með vissu hvenær tegundirnar skildust að en talið hefur verið að þegar ísbirnir fluttu sig norður á bóginn, á heimskautasvæðið, hafi gen .þeirra aðlagað sig frekar hratt að nýjum aðstæðum.

En miðað við niðurstöður nýju rannsóknarinnar þá gerðist það ekki svona. Vísindamenn rannsökuðu gen ísbjarna sem lifðu fyrir 130.000 árum, 100.000 árum og 100.000 til 70.000 árum síðan. Út frá því gátu þeir dregið þá ályktun að þrír mikilvægir erfðafræðilegir þættir, sem skipta sköpum varðandi möguleika ísbjarna á að lifa af á norðurheimskautssvæðinu, hafi þróast nýlega út frá þróunarlegu sjónarhorni.

Þessir þrír þætti eru blóðflæðið, efnaskipti og liturinn á feldi dýrsins.

Vísindamennirnir fundu merki þess að þessi þróun hafi átt sér stað á síðustu 70.000 árum. Það bendir til að aðlögun ísbjarna að nýjum köldum heimkynnum hafi gerst hægt og bítandi en ekki mjög hratt eins og talið var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Kynferðislegt rándýr“ lofaði stúlku aupair-starfi – Fékk lífstíðarfangelsi fyrir brot gegn henni

„Kynferðislegt rándýr“ lofaði stúlku aupair-starfi – Fékk lífstíðarfangelsi fyrir brot gegn henni
Pressan
Í gær

Sænska ríkisstjórnin sökuð um að reyna að gera „fátækt útlæga“ með því að banna betl

Sænska ríkisstjórnin sökuð um að reyna að gera „fátækt útlæga“ með því að banna betl
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norðmenn íhuga að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi

Norðmenn íhuga að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir gott að segja þetta út í kaffið til að auka þyngdartap

Læknir segir gott að segja þetta út í kaffið til að auka þyngdartap