Þetta eru eiginleikar sem ísbirnir tileinkuðu sér á síðustu 70.000 árum en út frá þróunarlegu sjónarhorni þá er það mjög nýlega að sögn Popular Science í umfjöllun sinni um nýja rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu BMC Genomics.
Nánasti ættingi ísbjarna er brúnbjörn. Vísindamenn vita ekki með vissu hvenær tegundirnar skildust að en talið hefur verið að þegar ísbirnir fluttu sig norður á bóginn, á heimskautasvæðið, hafi gen .þeirra aðlagað sig frekar hratt að nýjum aðstæðum.
En miðað við niðurstöður nýju rannsóknarinnar þá gerðist það ekki svona. Vísindamenn rannsökuðu gen ísbjarna sem lifðu fyrir 130.000 árum, 100.000 árum og 100.000 til 70.000 árum síðan. Út frá því gátu þeir dregið þá ályktun að þrír mikilvægir erfðafræðilegir þættir, sem skipta sköpum varðandi möguleika ísbjarna á að lifa af á norðurheimskautssvæðinu, hafi þróast nýlega út frá þróunarlegu sjónarhorni.
Þessir þrír þætti eru blóðflæðið, efnaskipti og liturinn á feldi dýrsins.
Vísindamennirnir fundu merki þess að þessi þróun hafi átt sér stað á síðustu 70.000 árum. Það bendir til að aðlögun ísbjarna að nýjum köldum heimkynnum hafi gerst hægt og bítandi en ekki mjög hratt eins og talið var.