Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir þessum mjög svo viðkvæma lofthjúp og hafa leitað að ástæðum þess að tunglinu tekst að halda honum. En ný rannsókn varpar ljósi á þetta.
Live Science segir að samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá viðhaldist og endurnýist lofthjúpurinn vegna stanslausra árekstra loftsteina við tunglið.
Vísindamennirnir telja að lofthjúpurinn viðhaldist aðallega vegna þessa og hafi gert í milljarða ára. Ástæðan er að þegar loftsteinn skellur á tunglinu, þyrlast jarðvegur upp og gufar efni þá upp og fer annað hvort út í geim eða dreifist yfir yfirborðið. Þannig endurnýjast lofthjúpurinn.
Nicole Nie, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í tilkynningu að rannsóknin hafi leitt í ljós að aðalferlið, sem myndar lofthjúpinn á tunglinu, sé árekstrar þess við loftsteina. Á þeim 4,5 milljörðum ára, sem tunglið hafi verið til, hafi loftsteinar stanslaust barið á því.