fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Nú vitum við loksins hvaðan lofthjúpurinn á tunglinu kom

Pressan
Laugardaginn 12. október 2024 07:30

Þá vitum við hvernig lofthjúpur tunglsins varð til.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er auðvelt að sjá tunglið fyrir sér sem lofthjúpslausan stóran stein á braut um jörðina. En þrátt fyrir að þar sé ekki loft sem við getum andað að okkur, þá er þar þunnur lofthjúpur.

Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir þessum mjög svo viðkvæma lofthjúp og hafa leitað að ástæðum þess að tunglinu tekst að halda honum. En ný rannsókn varpar ljósi á þetta.

Live Science segir að samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá viðhaldist og endurnýist lofthjúpurinn vegna stanslausra árekstra loftsteina við tunglið.

Vísindamennirnir telja að lofthjúpurinn viðhaldist aðallega vegna þessa og hafi gert í milljarða ára. Ástæðan er að þegar loftsteinn skellur á tunglinu, þyrlast jarðvegur upp og gufar efni þá upp og fer annað hvort út í geim eða dreifist yfir yfirborðið. Þannig endurnýjast lofthjúpurinn.

Nicole Nie, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í tilkynningu að rannsóknin hafi leitt í ljós að aðalferlið, sem myndar lofthjúpinn á tunglinu, sé árekstrar þess við loftsteina. Á þeim 4,5 milljörðum ára, sem tunglið hafi verið til, hafi loftsteinar stanslaust barið á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við