fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Hversu lengi getur maður lifað við að borða sjálfan sig?

Pressan
Laugardaginn 12. október 2024 21:30

Frá slysstað í Andesfjöllunum þar sem fólk lagði sér annað fólk til munns. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndaðu þér aðstæður þar sem eini möguleiki þinn til að lifa af er að borða sjálfan þig. Hversu lengi getur maður lifað af með því að borða sjálfan sig og hvaða líkamshluta getur maður borðað án þess að deyja?

Það eru margar sorglegar sögur til um fólk sem hefur neyðst til að leggja sér mannakjöt til munns. Sú frægast er líklega frá 1972 þegar 16 manns, sem lifðu af þegar flugvél brotlenti í Andesfjöllunum, lifðu af í miklum kulda í 72 daga með því að borða lík annarra farþega.

Víkjum þá aftur að spurningunni um hversu lengi maður getur lifað af með því að borða sjálfan sig. Þessari spurningu var nýlega velt upp á vef videnskab.dk sem fékk Jerk. W. Langer, lækni og kennara við Kaupmannahafnarháskóla, í lið með sér til að svara þessari spurningu.

Langer sagði að það sé hægt að lifa í um 40 daga án matar, sem sagt bara með því að ganga á líkamsforðann. Hann sagði að hægt sé að lifa lengur með því að borða sína eigin vöðva.

Hann sagði einnig að fræðilega séð geti maður borðað handleggi sína og fætur en hversu lengi dugir það til að halda líftórunni í fólki?

Hann sagði að með „ísköldum“ útreikningi sjáist að það sé í raun hægt að lifa nokkuð lengi af því að borða sjálfan sig. Í útreikningi sínum miðaði hann við 80 kg karlmann. Hann gæti borðað annan handlegginn, því hinn þarf hann að nota til að aflima sjálfan sig, og báða fæturna.

Hann miðaði síðan við hitaeiningafjölda í svínakjöti þegar kom að næringargildinu því eins og gefur að skilja eru ekki til neinar töflur yfir næringargildi mannakjöts. Hann komst að þeirri niðurstöðu að í einum handlegg og tveimur fótleggjum séu 75.000 hitaeiningar.

Hann miðaði við að viðkomandi hreyfi sig lítið því hann svelti og síðan dregur meira úr hreyfingu hans þegar hann er búinn að aflima sjálfan sig. Reiknaði Langer því með að viðkomandi þurfi 1.000 hitaeiningar á dag. Einn handleggur og tveir fótleggir myndu því duga í 75 daga og þeim til viðbótar koma þeir 40 dagar sem viðkomandi getur þraukað án þess að fá nokkuð að borða.

En síðan eru ýmsir þættir sem geta skipt máli. Til dæmis hvort viðkomandi fái sýkingu í kjölfar aflimunar eða hvort hann geti geymt kjötið á viðunandi hátt svo það skemmist ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við