Þetta getur haft í för með sér að hegðun þeirra breytist af því að heili þeirra starfar ekki eins og áður.
Það eru nokkur atriði sem eigendur dýranna geta fylgst með ef þá grunar að dýrin séu farin að þjást af elliglöpum.
Til að fá staðfest hvort dýrið þjáist af elliglöpum þarf aðstoð dýralæknis. Hann skoðar hegðun dýrsins og tekur hugsanlega blóðsýni úr því eða sendir það í myndatöku.
Það er engin lækning til við elliglöpum en það er hægt að gera dýrunum lífið léttara ef þau glíma við þennan hræðilega sjúkdóm. Lyf geta dregið úr einkennum á borð við rugl og eirðarleysi. En það er hægt að gera meira en bara gefa lyf. Það er hægt að sjá til þess að heimilið sé öruggt og að hlutirnir séu fyrirsjáanlegir. Einnig er hægt að sjá til þess að það hafi reglulega eitthvað við að vera og ekki síst þarf að veita því mikla ást og athygli.