fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Pressan

Hinni hugrökku Gisele var illa misboðið og gekk út úr réttarsalnum

Pressan
Föstudaginn 11. október 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gisele Pelicot, fyrrverandi eiginkona Dominique Pelicot, sem fengið hefur viðurnefnið „Skrímslið í Avignon“, hefur verið hrósað fyrir mikið hugrekki í dómsmáli sem nú fer fram í Frakklandi yfir Dominique og um 50 karlmönnum sem sakaðir eru um að hafa nauðgað henni.

Málið hefur vakið gríðarlegt umtal í Frakklandi en Dominique er sakaður um að hafa byrlað konu sinni ólyfjan og boðið svo ókunnugum körlum að nauðga henni meðan hún var rænulaus.

Gisele hefur sýnt mikið hugrekki og fylgst með öllum réttarhöldunum þar sem hinir ákærðu hafa ýmist lýst sig seka eða saklausa. Í gær fékk Gisele þó nóg þegar hún hlýddi á vitnisburð manns að nafni Vincent C. sem er ákærður í málinu.

Vincent þessi starfar sem smiður og í umfjöllun Le Monde kemur fram að hann sé „drykkfelldur grasreykingamaður sem fær sér kókaín endrum og eins“. Þá hafi hann hlotið dóm vegna heimilisofbeldis. Hann neitaði að hafa nauðgað Gisele en viðurkenndi þó að hafa stundað með henni kynlíf, enda talið að atburðarásin öll væri með hennar samþykki.

Hann lýsti því fyrir dómi að hann hefði farið inn á hina alræmdu vefsíðu, Coco.fr, þar sem hann komst í kynni við Dominique. „Þetta gekk mjög hratt fyrir sig. Ég skráði mig inn og hálftíma síðar var ég búinn að bóka heimsókn.“

Gisele virtist vera misboðið þegar Vincent lýsti því yfir að úrvalið á vef Coco hefði ekki verið upp á marga fiska og að heimsækja síðuna væri ekki beint eins og að fara í súpermarkað.

Þrátt fyrir það heimsótti hann heimili Dominique og Gisele í tvígang, fyrst í október 2019 og svo aftur í janúar 2020.

Þegar hann var spurður að því hvort hann hefði aldrei sett spurningarmerki við hvað Dominique væri að gera sagðist Vincent einfaldlega hafa verið að leita sér að bólfélaga og í slíkum aðstæðum hefði hann ekki mikla rökhugsun. Sagðist hann hafa talið að boð Dominique væri með samþykki eiginkonu hans.

Réttarhöldin munu standa yfir næstu vikurnar, en búist við því að þeim ljúki í desember. Þykir líklegt að  niðurstaða komi einhverjum vikum eftir það, hugsanlega í byrjun nýs árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjaðrafok í vinsælum morgunþáttum eftir umdeilt viðtal

Fjaðrafok í vinsælum morgunþáttum eftir umdeilt viðtal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þáttastjórnandi réði ekki við sig og sprakk úr hlátri þegar Trump kom með galna fullyrðingu

Þáttastjórnandi réði ekki við sig og sprakk úr hlátri þegar Trump kom með galna fullyrðingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flak frægs „draugaskips“ fannst undan strönd Bandaríkjanna

Flak frægs „draugaskips“ fannst undan strönd Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann gamalt málverk í kjallaranum – Gæti verið hundruð milljóna virði

Fann gamalt málverk í kjallaranum – Gæti verið hundruð milljóna virði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa séð föður sem hvarf fyrir þremur árum ásamt börnunum sínum

Telja sig hafa séð föður sem hvarf fyrir þremur árum ásamt börnunum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvernig er 5. stigs fellibylur? Ógnvekjandi skýringarmyndband varpar ljósi á það

Hvernig er 5. stigs fellibylur? Ógnvekjandi skýringarmyndband varpar ljósi á það