fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Hermenn frá Norður-Kóreu drepnir í Úkraínu

Pressan
Föstudaginn 11. október 2024 11:09

Norðurkóreskir hermenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti sex hermenn frá Norður-Kóreu eru í hópi þeirra sem úkraínski herinn drap í flugskeytaárás í Donetsk fyrr í þessum mánuði.

Talið er að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sent þó nokkra hermenn til Úkraínu til að aðstoða Rússa í innrásarstríðinu þar í landi.

Samskipti Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa verið góð upp á síðkastið og hittust þeir til að mynda í Norður-Kóreu fyrr í sumar. Talið er að þar hafi þeir handsalað samkomulag um að Norður-Kóreumenn myndu senda hermenn til að aðstoða Rússa.

Fjölmiðlar í Úkraínu og Suður-Kóreu hafa greint frá dauðsföllum norðurkóresku hermannanna. Sagði Kim Yong-hyun, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, að flest benti til þess að upplýsingarnar væru réttar en Suður-Kóreumenn eru sagðir fylgjast grannt með því hvort Norður-Kóreumenn séu að senda hermenn til Úkraínu.

Bæði Úkraínumenn og Rússar hafa erlenda ríkisborgara í sínum herum. Þannig hafa nokkrir breskir ríkisborgarar sem barist hafa fyrir Úkraínu verið drepnir á vígvellinum og þá er vitað til þess að í rússneska hernum séu ríkisborgarar frá ríkjum Afríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga