Hann skýrir frá þessu í myndbandi sem hann birti á YouTube. Þar segist hann hafa borðað 24 egg á sólarhring í heilan mánuð. Þau voru ýmist soðin, spæld, í eggjaköku eða öðru formi. Í heildina borðaði hann 720 egg sem innihéldu 133.200 mg af kólesteróli.
Í umfjöllun Cibum kemur fram að markmið hans með þessari miklu eggjaneyslu hafi verið að sýna fram á að öfgaboðskapur, sem er á sveimi á samfélagsmiðlum, eigi ekki við rök að styðjast.
Hann segist hafa séð fyrir að magn „slæms kólesteróls“ í líkama hans myndi ekki hækka á þessum mánuði. Á fyrstu vikunni lækkaði það um 2%. Þá byrjaði hann að borða 60 grömm af kolvetnum á dag og við lok mánaðarins hafði kólesterólmagnið lækkað um 20%.
Hvað varðar kolvetnaneysluna þá var hún í formi ávaxta, til dæmis banana, bláberja og kirsuberja sem hann dýfði í smjör.
Hann segir að tilraunin hafi sýnt fram á að kólesteról í eggjum auki ekki kólesterólmagnið í líkamanum.