fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Pressan

Lögreglumaður reyndist vera stórtækur barnaníðingur

Pressan
Fimmtudaginn 10. október 2024 17:30

Lewis Edwards stundaði umfangsmikið barnaníð í frítíma sínum þegar hann starfaði sem lögreglumaður. Mynd: Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi lögreglumaður í Wales sem dæmdur var á síðasta ári fyrir að tæla og kúga um 200 stúlkur hefur játað á sig frekari sakir.

Maðurinn heitir Lewis Edwards og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á síðasta ári í lífstíðarfangelsi með möguleika á reynslulausn eftir 12 ár.

Á meðan hann var starfandi sem lögreglumaður notaði hann Snapchat til að tæla stúlkurnar, sem allar voru á aldrinum 10-16 ára. Síðan bæði hótaði hann og kúgaði stúlkurnar til að senda honum kynferðislegar myndir af þeim sjálfum.

Samkvæmt umfjöllun BBC stóðu brot hans frá 2020 til 2023 en alls fundust 4.500 myndir, sem vart verða skilgreindar öðruvísi en sem barnaníðsefni, af 207 stúlkum í fórum hans.

Brot Edwards hófust þó tveimur mánuðum áður en hann gekk til liðs við lögregluna en hann starfaði þar allt þar til málið komst upp.

Edwards þóttist vera unglingsdrengur þegar hann tældi stúlkunar og gabbaði þær til að senda sér vafasamar myndir af þeim sjálfum. Síðan hótaði hann að dreifa þeim myndum ef stúlkurnar myndu ekki senda honum fleiri myndir. Einni stúlku hótaði hann að myrða foreldra hennar ef hún myndi ekki fara að vilja hans. Hann gabbaði í mörgum tilfellum stúlkurnar til að senda sér upphaflega myndir, með lygasögum um að líf hans hefði verið svo erfitt og fá þær þannig til að vorkenna sér og verða við óskum sínum.

Sumar stúlknanna báru vitni fyrir dómi og sögðu Edwards hafa eyðilagt líf þeirra og svipt þær sakleysinu.

Lögreglumenn hjá sama lögregluembætti og Edwards starfaði hjá komust á snoðir um málið þegar þeim bárust upplýsingar um grunsamlegar bankamillifærslur sem tengdust niðurhali á barnaníðsefni af hulduvefnum (e. the dark web). Lögreglumennirinir náðu að finna út að ip-tala tölvu Edwards tengdist þessu og náðu að bera kennsl á þolendur hans með notandanöfnum þeirra á Snapchat.

Þvældist fyrir

Afskiptum löggæsluyfirvalda af Edwards lauk þó ekki þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp en Sky News greindi frá því fyrr í dag að hann hefði játað að hafa hindrað framgang réttvísinnar með því að fela tæki sem voru í hans eigu og vörðuðu rannsóknina á máli hans. Móðir hans hefur einnig játað að hafa hindrað framgang réttvísinnar en faðir hans hefur neitað sök en hann var einnig ákærður fyrir yfirhylmingu en ákæruvaldið framvísaði engum sönnunargögnum í máli hans fyrir dómi.

Móðir Edwards var látin laus gegn tryggingu en sagt að halda sig á heimili sínu. Brjóti hún gegn þeim skilmálum verður hún flutt í fangelsi eins og sonur hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður