fbpx
Fimmtudagur 03.október 2024
Pressan

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Pressan
Þriðjudaginn 1. október 2024 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt varnarsveit Ísrael, Israel Defense Forces, hefur Íran skotið eldflaugum í átt til landsins, en Bandaríkin höfðu varað við árásinni fyrr í dag. Íran hefur staðfest árásina og segist hafa skotið tugum eldflauga að Ísrael.

Loftvarnalúðrar hljóma nú í Ísrael en talið er að skotmörkin séu þrjár herstöðvar og svo höfuðstöðvar leyniþjónustunnar, Mossad, skammt við Tel Aviv.

BBC greinir frá því að í Jerúsalem hafi heyrst hvar loftvarnakerfi Ísrael stöðvaði tvær eldflaugar.

Reuters greinir frá því að fólk í Ísrael leiti skjóls og að fréttamenn hafi legið flatir á jörðinni á meðan þeir flytja fréttir af stöðunni.

Íran hafði heitið hefndum eftir að leiðtogar líbönsku samtakanna, Hezbollah, lést í árás á dögunum.

Núna rétt um 17:00 virðist önnur umferð eldflauga hafa gengið yfir landið og mætt loftvarnakerfi Ísrael á himninum yfir borgina Amman í Jórdaníu, þar sem sjá mátti blossa og sprengingar heyrðust.

Fréttateymi CNN í Ísrael, Jerúsalem og Haifa, hafa talið tugi eldflauga á himninum, en loftvarnakerfi hefur tekist að sprengja nokkrar þeirra.

Fjármálaráðherra Ísrael skrifaði á samfélagsmiðla að Íran muni sjá eftir þessu: „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“

Al Jazeera ræddi við íbúa í Tel Aviv fyrir skömmu og sá sagðist enn heyra í loftvarnalúðrum. „Við erum ekki langt frá varnarmálaráðuneytinu og höfuðstöðvum ísraelska hersins og við heyrum enn varnarlúðra í Tel Aviv. Við erum ekki örugg svo lengi sem stríð geisar. Við höfum fengið skýr fyrirmæli um að halda okkur í sprengjuskýlum og öryggisherbergjum, ef við höfum í slíkt að leita.“

 

uppfært 17:32
Sendinefnd Íran til Sameinuðu þjóðanna segir í færslu á X (áður Twitter) að árás Íran sé löglegt, rökrétt og lögmætt viðbragð við „hryðjuverkaárásum Zíonista“ sem hafi beinst gegn írönskum borgurum og hagsmunum og þar með vegið að fullveldi Íran. Þar með hafi Íran brugðist við og ef Ísrael vogi sér að fremja frekari árásir gegn hagsmunum Íran þá verði þeim svarað af enn meiri þunga.

Rétt i þessu birti talsmaður ísraelska hersins, Daniel Hagari, ávarp í sjónvarpinu þar sem hann sagði Ísrael ætla að verja og svara þessari árás og það sem fyrst.

Fréttin hefur verið uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sár og reiður eftir að hafa þurft að skríða á klósettið

Sár og reiður eftir að hafa þurft að skríða á klósettið
Pressan
Í gær

Eldflaugum rignir yfir Ísraelsmenn í kjölfar innrásar þeirra í Líbanon

Eldflaugum rignir yfir Ísraelsmenn í kjölfar innrásar þeirra í Líbanon
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórinn neitar því að hafa stundað fjársvik

Borgarstjórinn neitar því að hafa stundað fjársvik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofurfyrirsætan sögð vera svikahrappur

Ofurfyrirsætan sögð vera svikahrappur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifu tennurnar úr sér til „fegrunar“ og til að sýna „hugrekki“

Rifu tennurnar úr sér til „fegrunar“ og til að sýna „hugrekki“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kokkur deilir snilldarráði – Svona verður hart brauð mjúkt á nokkrum mínútum

Kokkur deilir snilldarráði – Svona verður hart brauð mjúkt á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru baðvenjur þínar óhollar? Svona lengi áttu að vera í baði

Eru baðvenjur þínar óhollar? Svona lengi áttu að vera í baði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sækýr var drepin af krókódíl og síðan rifin í tætlur af tígrishákarli

Sækýr var drepin af krókódíl og síðan rifin í tætlur af tígrishákarli