fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Sár og reiður eftir að hafa þurft að skríða á klósettið

Pressan
Þriðjudaginn 1. október 2024 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski blaðamaðurinn Frank Gardner er allt annað en sáttur við meðferðina sem hann fékk um borð í flugvél pólska flugfélagsins LOT á dögunum.

Gardner er lamaður fyrir neðan mitti og notast við hjólastól en engin slík hjálpartæki er að finna um borð í flugvélum pólska flugfélagsins.

Færsla sem Frank birti á X, áður Twitter, hefur vakið talsverða athygli en með henni fylgir mynd sem sýnir hann liggja á gólfi vélarinnar.

Gardner lamaðist árið 2004 þegar hann var skotinn af liðsmönnum al-Qaeda í Sádí-Arabíu.

„Vá. Það er 2024 og ég var að skríða eftir gólfinu í vél LOT Polish airline til að komast á klósettið,“ sagði hann í færslu sinni og bætti við að hann hefði fengið þau svör frá starfsfólki um borð að það væri ekki í „stefnu flugfélagsins“ að bjóða upp á hjólastóla fyrir fatlaða farþega.

Gardner var á leið frá Varsjá til London þegar hann þurfti skyndilega að fara á klósettið. Gaf hann sig á tal við starfsfólk sem tjáði honum að engir hjólastólar væru í boði. Hann sá því þann kost vænstan að skríða á klósettið sem hann og gerði.

Bætti hann við að starfsfólk um borð hefði verið mjög vingjarnlegt og ekkert væri við þá að sakast en flugfélagið þurfi að endurskoða þessa stefnu sína. „Ég mun ekki fljúga með LOT fyrr en þeir koma sér inn á 21. öldina,“ sagði hann.

Gardner mætti svo í BBC Breakfast í morgun þar sem hann ræddi málið nánar. Benti hann á að það væri ekki flókið mál að bjóða upp á hjólastóla eða sambærileg hjálpartæki til að létta hreyfihömluðum farþegum lífið. „Það eru til stólar sem hægt er að brjóta saman og taka lítið sem ekkert pláss,“ sagði hann meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við