CNN skýrir frá þessu og segir að kafbáturinn, sem er sá fyrsti af nýrri gerð Zhou-kafbáta, sem er verið að smíða í skipasmíðastöð nærri Wuhan. Kafbátar af þessari gerð eru með áberandi X-laga skut sem á að bæta siglingahæfi þeirra neðansjávar.
Gervihnattarmynd frá 10. mars, sem var tekin af Maxar Technologies, sýnri kafbátinn í höfninni. Aðrar myndir frá Maxar frá því í júní, sýna að kafbáturinn er ekki í höfn.
„Það er engin furða að kínverski herinn reyni að leyna þeirri staðreynd að fyrsti nýi kjarnorkuknúni kafbáturinn þeirra hafi sokkið í höfninni,“ hefur CNN eftir bandarískum embættismanni.
Tom Shugart, hjá the Center for a New American Security, tók fyrstur eftir óvenjulegum umsvifum í skipasmíðastöðinni þegar hann var að skoða gervihnattarmyndir.
„Ég hef aldrei séð svona marga krana á sama staðnum. Ef maður bakkar og skoðar eldri myndir, þá sér maður einn krana en ekki marga á sama staðnum,“ sagði hann í samtali við CNN.
„Venjulega er kafbátar, eftir að þeir eru sjósettir, í skipasmíðastöðinni í marga mánuði á meðan verið er að setja útbúnað í þá. En hann var ekki lengur þarna,“ sagði hann.
Ekki er vitað hvort búið var að setja kjarnorkueldsneyti um borð í kafbátinn áður en hann sökk.