Markmiðið með þessu var að ná COVID-19 bóluefnum, sem voru þar í geymslu, og flytja til Bretlands. Áttu úrvalssveitir hersins að sjá um aðgerðina sem átti að vera leynileg.
Áætlunin var gerð 2021 þegar leiðtogar ESB „stálu“ bóluefni, sem var þróað í Bretlandi, og geymdu í vöruskemmu í hollensku borginni Leiden. Johnson segir að bóluefnið hafi verið geymt í vöruskemmunni og hafi Bretar ekki getað fengið það. Ekki bætti úr skák að þeir voru nýbúnir að yfirgefa ESB.
Johnson játar í endurminningunum að hafa látið sér detta í hug þá fáránlegu áætlun að láta úrvalssveitir hersins stela bóluefnunum úr vöruskemmunni. Hann játar í bókinni að þessi hugmynd hans hafi verið „klikkuð“.
Hann fjallar einnig um það þegar COVID-19 gekk nærri því að honum dauðum. Veira sem hann hafði hlegið að og sagt vera hættulitla.