fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt

Pressan
Þriðjudaginn 1. október 2024 03:55

Boris Johnson Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, gaf nýlega út endurminningar sínar. Í þeim játar hann að hafa fengið þá „klikkuðu hugmynd“ að láta breska herinn ráðast inn í Holland þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar herjaði á heimsbyggðina.

Markmiðið með þessu var að ná COVID-19 bóluefnum, sem voru þar í geymslu, og flytja til Bretlands. Áttu úrvalssveitir hersins að sjá um aðgerðina sem átti að vera leynileg.

Áætlunin var gerð 2021 þegar leiðtogar ESB „stálu“ bóluefni, sem var þróað í Bretlandi, og geymdu í vöruskemmu í hollensku borginni Leiden. Johnson segir að bóluefnið hafi verið geymt í vöruskemmunni og hafi Bretar ekki getað fengið það. Ekki bætti úr skák að þeir voru nýbúnir að yfirgefa ESB.

Johnson játar í endurminningunum að hafa látið sér detta í hug þá fáránlegu áætlun að láta úrvalssveitir hersins stela bóluefnunum úr vöruskemmunni. Hann játar í bókinni að þessi hugmynd hans hafi verið „klikkuð“.

Hann fjallar einnig um það þegar COVID-19 gekk nærri því að honum dauðum. Veira sem hann hafði hlegið að og sagt vera hættulitla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við