fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Allt á suðupunkti: Íranir sagðir undirbúa árás á Ísrael

Pressan
Þriðjudaginn 1. október 2024 14:13

Ísraelskir hermenn við landamæri Ísraels og Líbanons. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íranir eru sagðir vera með í undirbúningi umfangsmikla eldflaugaárás á Ísrael sem svar við innrás Ísraels í Líbanon.

AFP greinir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni. Þá hafa fréttamiðlarnir Reuters og Axios einnig greint frá því sama samkvæmt heimildum.

Ísraelsmenn réðust inn í Líbanon í gærkvöldi og er markmið þeirra að uppræta Hezbollah-samtökin sem þar starfa með stuðningi yfirvalda í Íran.

Innrás Ísraels í gærkvöldi markar ákveðna stigmögnun í stríðinu því þar til í gærkvöldi höfðu hersveitar Hezbollah og Ísraels aðeins skotið eldflaugum yfir landamærin. Sem svar við innrásinni munu Íranir vera með árás á Ísrael í undirbúningi.

Heimildarmaður innan Hvíta hússins í Washington segir við CBS að eldflaugaárás á Ísrael frá Íran muni hafa „umtalsverðar afleiðingar“ í för með sér fyrir Íran án þess að fara nánar út í hvað það merkir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við