Sky News skýrir frá þessu og segir að 1.300 kílómetra svæði á nyrsta hluta heimsálfunnar gæti orðið útsett fyrir komu ágengra tegunda vegna þessara breytinga.
Miðað við gervihnattarmyndir þá er svæðið nær algjörlega þakið snjó, ís og steinum og plöntur vaxa aðeins á örsmáum hluta þess en þetta „örsmáa svæði hefur stækkað gríðarlega mikið“.
Á einu svæði uxu plöntur á tæplega einum ferkílómetra 1986 en uxu á 12 ferkílómetrum 2021.
Hraði þessara breytinga jókst um 30% frá 2016 til 2021 að sögn vísindamann sem hafa rannsakað þetta.