fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Vaknaði við leðurblöku í herberginu – Lést úr skelfilegum sjúkdómi nokkrum dögum síðar

Pressan
Mánudaginn 7. október 2024 11:27

Leðurblökur. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungt barn í Ontario-héraði í Kanada lést á dögunum eftir að hafa smitast af hundaæði frá leðurblöku sem komst inn á heimilið. Þetta er fyrsta tilfelli hundaæðis í Ontario frá árinu 1967.

Breska ríkisútvarpið, BBC, skýrir frá þessu. Barnið var búsett í borginni Sudbury í suðausturhluta Kanada.

Malcolm Lock, læknir á svæðinu, segir við BBC að fjölskyldan hafi vaknað einn dag í byrjun september við leðurblöku í húsinu.

Foreldrar barnsins sáu engin merki þess að leðurblakan hefði bitið eða klórað barnið og töldu þar af leiðandi ekki þörf á því að fara á sjúkrahús til að fá sprautu gegn hundaæði.

Barnið fór að sýna einkenni veikinda ekki löngu síðar og þegar farið var með það á sjúkrahús kom í ljós að um hundaæði væri að ræða. Ekki reyndist unnt að bjarga lífi þess þar sem einkenni voru þegar komin fram. Ekki hefur verið greint frá nákvæmum aldri barnsins.

Hundaæði er sjaldgæfur en ólæknandi veirusjúkdómur sem getur lagst á öll spendýr. Á Vísindavefnum kemur fram að sjúkdómurinn lýsi sér með krampaflogum, einkum í vöðvum sem stjórna öndun og kyngingu. „Það einkennilega er að kramparnir koma fram eða versna mikið við tilraunir til að drekka vatn, við að sjá vatn, heyra vatnshljóð eða heyra talað um vatn,“ segir í greininni og bætt við að af þessum ástæðum hafi sjúkdómurinn stundum verið kallaður vatnsfælni.

„Nafnið hundaæði stafar af því að sjúkdómurinn leggst oft á hunda og gerir þá hrædda, órólega, slefandi og árásargjarna. Hægt er að bólusetja við hundaæði en þeir sem veikjast af sjúkdómnum deyja flestir eftir um viku veikindi með miklum þjáningum,“ segir á Vísindavefnum.

Sjúkdómurinn er sem betur fer sjaldgæfur í mönnum en frá árinu 1928 hafa 28 tilfelli hundaæðis komið upp í Kanada. Í öllum tilvikum hafa sjúklingarnir látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við