fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Felur sig innan um gíslana og er alltaf með fullan poka af dínamíti hjá sér

Pressan
Mánudaginn 7. október 2024 19:30

Yahya Sinwar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu misserum hefur Ísraelsmönnum tekist að ráða af dögum nokkra af helstu leiðtogum Hamas-hreyfingarinnar. Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var drepinn í loftárás í Íran í lok júlí og fyrr í þeim mánuði var Mohammed Deif, leiðtogi hernaðararmsins, drepinn í Khan Younis.

Ísraelsmenn hafa átt það til að ná þeim sem þeir vilja ná eins og nýleg árás á Hassan Nasrallah, leiðtoga Hasbollah í Líbanon, er til vitnis um.

Ísraelsmönnum hefur hins vegar ekki enn tekist að hafa hendur í hári Yahya Sinwar sem tók við af Haniyeh eftir að hann var drepinn. Sinwar er af mörgum talinn höfuðpaurinn í skipulagningu hryðjuverkaárásarinnar í Ísrael þann 7. október í fyrra þar sem yfir 1.200 óbreyttir borgarar voru myrtir og um 250 gíslar voru voru teknir.

Umkringdur ísraelskum gíslum

Breska blaðið The Times ræddi um helgina við ísraelskan blaðamann, Ehud Yaari, sem er einn af fáum ísraelskum blaðamönnum sem hafa rætt við Sinwar. Hann segir að ísraelski herinn sé smeykur við að gera árásir á Sinwar af þeirri ástæðu að hann er öllum stundum umkringdur ísraelskum gíslum sem teknir voru föngum fyrir ári síðan.

Yaari, sem er 79 ára, segist hafa átt í samskiptum við Sinwar í gegnum milliliði eftir atburðina í október í fyrra. Hann segir að Ísraelsher hafi haft tækifæri til að drepa Sinwar, rétt eins og þeir náðu Haniyeh, Deif og Nasrallah, en enginn innan ísraelska hersins þori að taka þá áhættu vitandi að allt í kringum hann eru ísraelskir gíslar.

Var yfir siðferðislögreglunni

Sinwar fæddist í Khan Yunis og komst ungur til áhrifa. Hann var einn helsti aðstoðarmaður Sheik Ahmed Yassin, stofnanda Hamas sem var drepinn árið 2004, og var yfir Majd-siðferðislögreglu Hamas sem refsaði fólki grimmilega fyrir að stunda til dæmis kynlíf utan hjónabands og fyrir samkynhneigð.

Frá árásinni 7. október hefur lítið sem ekkert sést til Sinwar og er talið að hann haldi sig í neðanjarðargöngum einhvers staðar á Gasa. Í umfjöllun The Times kemur fram að hann hafi sést á myndskeiði sem ísraelski herinn lagði hald á fyrr á þessu ári en í því sást Sinwar á gangi í neðanjarðargöngum með eiginkonu sinni og þremur börnum. Athygli vakti að hann hélt á stórum poka.

„Þennan mann þarf að drepa“

Kobi Michael, sem um árabil starfaði fyrir öryggisþjónustu Ísraels, segir í viðtalinu að í þessum poka sé um það bil 25 kíló af dínamíti. „Og það eru ávallt um tuttugu gíslar í kringum hann. Við höfum haft tækifærið til að drepa hann, en ef við gerum það drepum við líka alla gíslana,“ segir hann og tekur undir framburð Yaari.

Árið 1988 var Sinwar handtekinn af Shin Bet, öryggisþjónustu Ísraels, og tekinn til yfirheyrslu og sá fyrrnefndur Kobi Michael um yfirheyrslurnar. Hann þekkir Sinwar því betur en margir og er ómyrkur í máli í garð hans. „Yahya Sinwar mun aldrei gefa sig fram. Hann dreymir um að verða áfram leiðtogi Hamas á Gaza. Hann er núna að hugsa um næsta voðaverk. Þennan mann þarf að drepa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við