fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Brúnbjörn varð sveppatínslumanni að bana

Pressan
Mánudaginn 7. október 2024 07:30

Brúnbjörn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

55 ára karlmaður lést þegar brúnbjörn réðst á hann í slóvakískum skógi á laugardaginn. Maðurinn var þar við sveppatínslu við annan mann.

Dpa fréttastofan hefur eftir talsmanni slóvakísku lögreglunnar að maðurinn hafi verið við sveppatínslu norðan við bæinn Hybe þegar brúnbjörninn réðst á hann og veitti honum lífshættulega áverka.

Maðurinn var staddur utan alfaraleiðar og því var þyrla send á vettvang með bráðatækna sem sigu niður úr henni til mannsins. En þeim tókst ekki að bjarga lífi hans. Björninn hafði slitið stórar slagæðar í líkamanum í sundur og af hlutust alvarlegar blæðingar og síðan hjartastopp.

Í vor var mikil leit gerð að birni nærri bænum Liptovský Mikulas eftir að hann slasaði fimm manns. Dögum saman voru íbúar bæjarins beðnir um að halda sig innan bæjarmarkanna. Að lokum fannst björninn og var felldur.

Um 1.300 bjarndýr eru í Slóvakíu og hafast þau aðallega við í fjalllendi og þéttum skógum.

Það hefur færst í aukana á síðustu árum að birnir hætti sér nær byggð. Á síðasta ári voru 20 árásir bjarndýra á fólk skráðar í landinu en 2021 voru þær 8.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við