Lögreglumaðurinn Aubree Horton hóf störf fyrir lögregluna í Atlanta árið 2015. Hann hafði undanfarið starfað fyrir deild lögreglunnar sem leitar uppi strokufanga og fékk fyrir vikið titilinn „rannsakandi ársins“ í septembber á þessu ári.
Hann var skotinn til bana á föstudaginn eftir að hann braust inn til nágranna sinna. Hann kom í leyfisleysi í gegnum útidyrnar, hitti þá fyrir húsráðanda og vék sér að honum. Þetta átti sér stað á sjötta tímanum um morguninn. Húsráðandinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð, en greip byssu og skaut Horton til bana í sjálfsvörn. Síðan hafði húsráðandi samband við lögreglu.
Ekki liggur fyrir hvað vakti fyrir Horton en líklegt þykir að hann hafi annað hvort verið í geðrofi eða undir áhrifum vímuefna.
Samfélagið er sagt í áfalli vegna málsins.