fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Pressan

Skrímslið sem fékk sér fjögurra barna móður með pastanu og hefði komist upp með það – ef hann hefði sleppt því að monta sig

Pressan
Sunnudaginn 6. október 2024 21:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin breska Julie Paterson hafði ekki hugmynd hvað beið hennar í apríl árið 1998 þegar hún samþykkti að fara heim með manni sem hún kynntist á pöbbnum.

Paterson var fjögurra barna móðir og lífið hafði ekki farið um hana með silkihöndum. Hún glímdi við erfitt þunglyndi,  áfengissýki og höfðu börnin verið tekin af henni og sett í fóstur. Fjölskylda hennar var orðin vön því að hún léti sig hverfa á nokkurra daga fyllerí. Hún skilaði sér þó alltaf heim aftur.

Lesendur eru varaðir við eftirfarandi umfjöllun sem er ekki fyrir viðkvæma. 

Heillandi hrotti

En það var áður en hún hitti David Harker. Eftir það sneri hún aldrei heim aftur.  Eftir að hennar hafði verið saknað í mánuð fannst búkur hennar í svörtum ruslapoka. Útlimir hennar hafa þó aldrei fundist enda neitar morðinginn að veita fjölskyldu hennar sálarró.

David Harker var 24 ára gamall. Vinir lýstu honum sem greindum, orðheppnum og heillandi. Þessir eiginleikar, ásamt því að vera myndarlegur, gerðu að verkum að hann naut mikillar lukku meðal kvenþjóðarinnar. Paterson átti því engan séns þegar hann beindi persónutöfrunum að henni. Hún samþykkti að fara með honum heim og það varð henni að bana.

Þrátt fyrir alla þá kosti sem vinir Harker nefndu í fari hans þá gekk hann ekki heill til skógar. David James Harker átti sér kolsvartar hliðar. Hann byrjaði ungur að pynta og drepa dýr. Aðeins 16 ára komst hann fyrst í kast við lögin og þá fyrir að ráðast á tvo menn og hundinn þeirra. Eftir að hann varð sjálfráða vingaðist hann við hóp unglinga, enda átti hann auðvelt með að leyna þá sínu rétta andliti. Hann gerðist söngvari í pönk bandi og hafði gaman að hjólabrettum. Þegar hann var einn var hann þó gagntekinn af morðum. Hann las svo mikið um morð að líklega hafði hann meiri þekkingu á því en hæfustu rannsóknarlögreglumenn.

Og honum dreymdi um að verða alræmdur raðmorðingi.

Pasta með ost, hvítlauk og manneskju

Að sögn Harker stunduðu hann og Paterson kynlíf heima hjá honum. Honum fannst það þó ekki nógu spennandi svo hann tók sokkabuxur hennar og kyrkti hana. Ekki er ljóst hvað átti sér í stað kjölfarið enda Harker gjarn á að ýkja og ljúga. Hann hefur ýmist sagt að hann hafi haft samfarir við lík Paterson, eða að hann hafi farið beint í það að búta lík hennar niður. Hann hefur þó montað sig mikið af því að hafa skorið hold af læri hennar, steikt það á pönnu og borðað ásamt pasta, osti og hvítlauk.

Paterson hafði verið saknað í mánuð þegar búkur hennar fannst. Mögulega hefði David Harker komist upp með morðið en hann var svo stoltur af verknaðinum að hann hafi í óspurðum fréttum sagt nánast öllum sem á vegi hans urðu frá því. Fyrst héldu vinir hans að hann væri að fíflast, enda átti hann til að segja frekar svartar sögur. En þegar fréttir bárust af líkfundinum fóru að renna á þá tvær grímur. Talið er að hann hafi játað morðið til minnst 28 einstaklinga, en margir þeirra enduðu með að hafa samband við lögreglu sem þannig komst á sporið.

Eftir húsleit taldi lögregla hafið yfir skynsaman vafa að Harker væri sekur, enda ummerki voðaverksins mörg og hrottaleg í íbúð hans.

Hann játaði sök í málinu og var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1999. Hann hefur nú afplánað nógu mikið af dómi sínum til að eiga möguleika á reynslulausn en dómarar hafi þó neitað að fallast á slíkt þar sem Harker neitar enn að upplýsa hvað varð um útlimi, og þar með höfuð, Paterson.

Hann hefur eins leikið sér að því að hrella fjölskyldu hennar, sent þeim bréf þar sem hann sendir þeim gátur um hvar höfuð hennar sé að finna og annan óhugnað. Fjölskylda hennar hefur lýst því sem svo að Harker hafi með öllu rústað lífi þeirra og sé enn að því.

Getur ekki borðað ostapasta

Það var bara í fyrra sem dóttir Paterson grátbað Harker um að upplýsa um hvar restin af móður hennar hvílir.

„Ekkert okkar hefur náð að lifa eðlilegu lífi. Ég þarf að jarða hana og ég vildi óska þess að lögreglan hæfi aftur leit að henni,“ sagði Sarah Cairns, dóttir Paterson. „Ég er enn í sálfræðimeðferð. Eitt barna minna elskar ostarpasta með brokkolí, þetta sem maður kaupir í pökkum og barnið hefur eldað þetta fyrir mig og skilur ekki hvers vegna ég neita að borða það. Stundum grét ég á meðan ég borðaði. Ég get ekki borðað neitt sem minnir mig á þetta.“

Amma og afi Sarah treystu sér ekki til að segja henni hvernig móðir hennar lét lífið. Þau sögðu henni, þá 11 ára gamalli, að Paterson hefði látið lífið úr krabbameini. Sarah komst að hinu rétta þegar réttað var yfir Harker ári síðar þegar mynd af móður hennar birtist í fréttunum.

Harker skrifaði eins bréf til fjölmiðla úr fangelsinu þar sem hann sagði að hefði lögreglan ekki náð honum, þá hefði hann myrt aftur. „Réttarlæknirinn í Darlington verður upptekinn ef mér verður einhvern tímann sleppt“

Sarah segir að þrátt fyrir að hana dreymi um að geta lagt móður sína, alla, til hinstu hvílu þá sé það huggun harmi gegn að Harker neiti að upplýsa um staðsetninguna. Þar með muni hann aldrei fá reynslulausn.

„Ég vildi helst ekki þurfa að velja eitt fram yfir annað. Ég vil vita hvar hún er en hann ætti aldrei að fá frelsið aftur. Ég vil ekki vita af honum þarna úti.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband: Fékk ekki við neitt ráðið þegar bíllinn byrjaði skyndilega að auka hraðann

Ótrúlegt myndband: Fékk ekki við neitt ráðið þegar bíllinn byrjaði skyndilega að auka hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gratt skrifstofufólk náðist á mynd þar sem það stundaði kynlíf við glugga við fjölfarna götu

Gratt skrifstofufólk náðist á mynd þar sem það stundaði kynlíf við glugga við fjölfarna götu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þótti lagaprófessor í Harvard mest sláandi við Trump-skjölin – „Bara toppurinn á hrikalega stórum og skuggalegum ísjaka“ 

Þetta þótti lagaprófessor í Harvard mest sláandi við Trump-skjölin – „Bara toppurinn á hrikalega stórum og skuggalegum ísjaka“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Melania Trump hjartanlega ósammála eiginmanni sínum þegar kemur að einu stóru stefnumáli

Melania Trump hjartanlega ósammála eiginmanni sínum þegar kemur að einu stóru stefnumáli