Thorin var einn af síðustu Neanderdalsmönnunum sem gekk um hér á jörðinni. Hann er af ætt, sem ekki var vitað um áður, sem bjó í einangrun í 50.000 ár. Þetta er niðurstaða rannsóknar á erfðaefni hans.
Thorin fannst 2015 í innganginum að Grotte Mandrin í Rhone dalnum í suðurhluta Frakklands. Það var þó aðeins smáhluti hans sem fannst eða tennurnar og hluti af höfuðkúpunni.
Live Science segir að erfðamengi hans hafi verið rannsakað til að öðlast betri skilning á af hvenær og hvernig Neanderdalsmenn hurfu af sjónarsviðinu.
Rannsóknin var birt nýlega í vísindaritinu Cell Genomics. Vísindamennirnir, sem voru undir forystu Ludovic Slimak, komust að því að Thorin hafi verið af ætt Neanderdalsmanna sem var einangruð í þúsundir ára þrátt fyrir aðrir hópar Neanderdalsmanna hafi búið nærri þeim.
Slimak, sem fann leifar Thorin á sínum tíma, setti þá kenningu fram fyrir um tuttugu árum að Neanderdalsmenn í Rhone dalnum hafi verið öðruvísi en þeir sem lifðu í nágrenni við dalinn. Þetta byggði hann á því að steinverkfæri sem fundust í Grotte Mandrin eru öðruvísi en þau sem hafa fundist í nærliggjandi búsetusvæðum Neanderdalsmanna. Hann setti fram þá kenningu að Thorin og ættingjar hans hafi ekki tekið upp nýjar aðferðir við verkfæragerð, aðferðir eins og aðrir hópar Neanderdalsmanna notuðu.
Hann sagði Live Science að hann hafi verið sannspár fyrir tuttugu árum. Thorin og hans fólk hafi lifið í einangrun í 50.000 ár án þess að blanda svo mikið sem einu geni við hina klassísku Neanderdalsmenn.