fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Ný kenning um íbúana á Páskaeyju

Pressan
Sunnudaginn 6. október 2024 15:30

Frá Páskaeyju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin afskekkta Kyrrahafseyja Rapa Nui, betur þekkt sem Páskaeyja, hefur lengi vakið áhuga vísindamanna. Ekki aðeins vegna hinna frægu stóru styttna sem þar eru, heldur einnig vegna íbúanna.

Vísindamenn hafa lengi rökrætt hvort íbúafjöldinn hafi hrunið á sautjándu öld vegna skógareyðingar, ofnýtingar auðlindanna og stríðsátaka. Evrópubúar komu fyrst til eyjunnar um öld síðar.

Nýlega var erfðamengi 15 eyjaskeggja rannsakað og á grunni niðurstöðunnar segja vísindamenn að íbúafjöldinn hafi aldrei hrunið.

Vísindamennirnir fengu heimild fulltrúa samfélags eyjaskeggja til að rannsaka erfðaefni 15 látinna einstaklinga en jarðneskar leifar þeirra eru í safni í Frakklandi. Þangað voru þær fluttar seint á nítjándu öld og snemma á þeirri tuttugustu.

Live Science segir að rannsókn á sýnunum hafi leitt í ljós að eyjaskeggjum hafi fjölgað jafnt og þétt þar til um 1860 en þá gerðu perúskir þrælar árásir á eyjuna og fækkaði eyjaskeggjum þá um þriðjung.

Anna-Sapfo Malaspina, nýdoktor og meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við Live Science að vísindamennirnir telji að engar sannanir liggi fyrir um erfðafræðilegt hrun meðal eyjaskeggja. Þegar slíkt hrun eigi sér stað, fækki fólki og erfðafræðilegur fjölbreytileiki glatist.

Í rannsókninni er komist að þeirri niðurstöðu að rúmlega 3.000 manns hafi búið á eyjunni en það er svipaður fjöldi og var þar þegar fyrstu Evrópubúarnir komu þangað. Áður hafði verið talið að 15.000 manns hafi þá búið á eyjunni.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að eyjaskeggjar hafa blandast frumbyggjum frá Ameríku. Telja vísindamenn að sú blöndun hafi átt sér stað einhvern tímann frá 1250 til. 1430. Ekki er vitað hvort eyjaskeggjar sigldu til Ameríku eða hvort frumbyggjar þaðan sigldu til Páskaeyju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við