fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Gróf upp gólfmottu í garðinum en óraði ekki fyrir atburðarásinni sem átti eftir að fara af stað

Pressan
Sunnudaginn 6. október 2024 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona i Ohio, Katie Santry, deildi myndbandi á TikTok nýlega þar sem sjá mátti hana ásamt fjölskyldu sinni grafa upp gólfmottu sem þau fundu grafna í garðinum við heimili sitt. Santry birti svo fleiri myndbönd í kjölfarið þar sem fylgjendum hennar var haldið upplýstum um eftirmálana.

Myndbandið vakti mikla athygli og var fólk fljótt að koma fram með kenningar um hvers vegna mottan hefði verið grafin. Margir töldu einu rökréttu skýringuna þá að lík hefði verið grafið í garðinum, en ekki er óþekkt að líkum sé vafið inn í gólfmottu áður en þau eru grafin því morðingjum sem vilja fela slóð sína, þykir betra að vitni sjái þá með upprúllaða gólfmottu heldur en líflausan mannslíkama.

Santry ákvað að það væri betra að vera viss svo hún hringdi í lögregluna sem hugsaði á sama veg og fylgjendurnir, að þarna gæti verið lík. Teymi var sent á vettvang og framkvæmdi leit í garðinum.

Santry segir í TikTok-myndbandi að þetta sé búið að vera gölnustu og sturluðustu dagar lífs hennar. Hún fékk til sín fjölmennt lið lögreglu og leitarhunda. Tekin voru sýni af gólfmottunni en engin merki fundust um líkamsleifar.

Lögreglumaður greindi frá því í kjölfarið að það séu fleiri ástæður fyrir því að fólk grafi gólfmottur heldur en bara til að leyna morði. Til dæmis eigi fólk það til að grafa eigur sínar þegar það flytur, hreinlega því það nennir ekki taka hluti með sér og nennir ekki heldur að farga þeim með réttum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við