Ástæðan er blanda þess að beinin „éta“ hvert annað, brjóskþynningar og vöðvarýrnunar. En hversu hratt þetta gerist er háð erfðum, næringu og hreyfingu fólks á lífsleiðinni.
Live Science hefur eftir Marian Hannan, sóttvarnalækni við Harvard, að fólk eldist misjafnlega líffræðilega en undantekningarlaust lækki það með aldrinum.
Í rannsókn, þar sem fylgst var með 2.084 körlum og konum í 35 ár, kom í ljós að fólk byrjaði að lækka um þrítugt og að þetta ferli varð hraðara með tímanum.
Karlmenn lækkuðu að meðaltali um 3 sentimetra en konur um 5 frá þrítugu og fram að sjötugu. Um áttrætt var lækkunin 5 sentimetrar hjá körlum og 8 sentimetrar hjá konum.