fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

30.000 ára gamlar beinagrindur veita mikilvægar upplýsingar

Pressan
Sunnudaginn 6. október 2024 07:30

Ein af beinagrindunum rannsökuð. Mynd:University of Reading

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn á þrettán 10.000 til 30.000 ára gömlum beinagrinda af unglingum veita mikilvægar upplýsingar um hvenær kynþroskaskeiðið hófst hjá forfeðrum okkar.

Rannsóknin sýnir að kynþroskaskeið unglinga á ísöld hófst á svipuðum tíma og það gerir hjá unglingum nútímans.´

Live Science segir að vísindamenn hafi rannsakað beinagrindur unglinga, sem létust í Evrópu fyrir 10.000 til 30.000 árum. Í ljós kom að líkamlegur þroski sumra þeirra var ekki eins og reikna mátti með og telja vísindamennirnir að það sé vegna þess hversu erfið lífsskilyrði unglingarnir hafi búið við.

Beinagrindurnar fundust á sjö stöðum á Ítalíu, Rússlandi og Tékklandi að því er segir í rannsókninni sem var birt í vísindaritinu Journal of Human Evolution nýlega.

Vísindamennirnir gátu ákvarðað kynþroskastig í 11 af beinagrindunum. Þeir komust að því að ungmennin höfðu tekið mikla vaxtarkippi á aldrinum 13 til 16 ára. Ungmennin náðu fullum þroska á aldrinum 16 til 21 árs. Þetta bendir til að unglingsárin hafi verið fleiri á ísöld en hjá vestrænum unglingum í dag en þeir ná oft fullum þroska á aldrinum 16 til 18 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við