Sky News segir að sérfræðingar hjá International Thwaites Glacier Collaboration (ITGC) telji að jökullinn geti verið bráðnaður með öllu á tuttugustu og þriðju öldinni. Segja þeir að bráðnun hans muni ná auknum hraða á tuttugustu og annarri öld og á öldinni á eftir gæti þetta endaði með algjöru hrundi West Antarctic ísbreiðunnar.
Jökullinn hefur hopað í rúmlega 80 ár og hefur hraði hopsins aukist síðustu 30 árin að sögn Rob Larter, hjá British Antarctic Survey. Hann sagði einnig að útreikningar bendi til að bráðnunin muni herða á sér í framtíðinni.
Jökullinn er um 120 km á breidd og er þetta breiðasti jökull heims. Hann er allt að 2.000 metra þykkur.
Vísindamenn notuðu neðansjávarvélmenni og nýja tækni og aðferðir við að mæla ísflæði og annað tengt jöklinum. Þeir viðurkenna að margt sé óljóst varðandi framtíð jökulsins en niðurstöður rannsóknar þeirra bendi til að bráðnunin muni verða hraðari vegna loftslagsbreytinga og breytinga í sjónum.