fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Pressan

Ný rannsókn sýnir fram á tengsl milli neyslu græns tes og þess að lifa krabbamein af

Pressan
Laugardaginn 5. október 2024 13:30

Grænt te er gott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænt te er þekkt fyrir að búa yfir mörgum kostum fyrir heilsu okkar. Neysla þess getur dregið úr líkunum á sjúkdómum, hún getur bæt einbeitinguna og ýtt undir fitubrennslu.

En nú hefur ný alþjóðleg rannsókn leitt í ljós að neysla græns tes eykur líkurnar á að lifa krabbamein af.

Rannsóknin byggist á gögnum frá tæplega 6.000 konum um allan heim. Allar eiga þær það sameiginlegt að hafa fengið krabbamein í eggjastokkana. Niðurstaða rannsóknarinnar er að sögn TV2 að það að drekka grænt te auki líkurnar á að lifa krabbamein í eggjastokkum af umtalsvert.

Konur, sem drekka 1 til 2,5 bolla af grænu tei á dag, áður en þær greinast með krabbamein eru 16% líklegri til að lifa sjúkdóminn af en þær konur sem ekki drekka grænt te.

Grænt te inniheldur mikið af andoxunarefnum og það er ákveðinn hópur þeirra sem hefur þessi góðu áhrif. Þetta eru pólífenólar og þá sérstaklega einn hópur þeirra sem heitir katekiner en hann inniheldur efnið EGSG sem talið er vinna gegn krabbameini.

Ekki er talið útilokað að grænt te vinni einnig gegn öðrum tegundum krabbameins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Martröðinni er lokið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsstyrjöld vofir yfir: Segir að lítið megi út af bregða til að allt fari til fjandans

Heimsstyrjöld vofir yfir: Segir að lítið megi út af bregða til að allt fari til fjandans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hermaður barði konu til bana – Taldi heyrnartæki hennar vera „njósnabúnað“

Hermaður barði konu til bana – Taldi heyrnartæki hennar vera „njósnabúnað“