fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Myndir sem voru teknar rétt áður en hörmungar dundu yfir

Pressan
Laugardaginn 5. október 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagan geymir mörg óhugnanleg augnablik og samhliða hraðri tækniþróun hafa sum þeirra verið fest á filmu. Vefsíðan Historic Flix tók saman myndir sem teknar voru rétt áður en hörmungar dundu yfir og eru kannski ágætis áminning um það hversu lífið getur verið hverfult.

 

 

Þann 26. desember 2004 urðu einhverjar mannskæðustu náttúruhamfarir sögunnar þegar flóðbylgja reið yfir Indlandshaf í kjölfar jarðskjálfta. Tæplega 230 þúsund manns fórust og í þeim hópi var Deborah Garlick. Þessi mynd var tekin skömmu áður en flóðbylgjan reið yfir.

 

Önnur mynd sem tengist flóðbylgjunni 2004. Í janúar 2005 fundust lík kanadískra hjóna, John og Jackie Knill, í Taílandi. Myndavél þeirra fannst svo skömmu áður og var þessi mynd á filmunni í vélinni. Hún sýnir þegar flóðblgjan var við það að ríða yfir.

 

Það ríkti talsverð eftirvænting hjá geimförunum Challenger-geimflaugarinnar áður en henni var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída í janúar 1986. Geimflaugin sprakk 73 sekúndum eftir að hún fór í loftið og létust allir sjö geimfararnir sem voru um borð.

 

Þessi mynd var tekin 22. ágúst 2015 og sýnir augnablikið rétt áður en Hawker Hunter-herþota lenti á fjölförnum vegi við Shoreham í Bretlandi. Ellefu vegfarendur létust þegar vélin lenti á akbrautinni en flugmaðurinn komst lífs af.

 

Andrea Mazzetto, þrítugur Ítali, lést þegar hann hrapaði til bana í hlíðum Altar Knotto skammt frá heimabæ sínum, Rotzo á Ítalíu. Rétt eftir að þessi mynd var tekin missti hann símann sinn niður bratta hlíðina. Tilraun hans til að ná í símann endaði með ósköpum.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin árið 1978 og sýnir farþegaþotu Pacific Southwest Airlines í ljósum logum. Örskömmu áður hafði vélin lent í árekstri við litla einkaflugvél. 144 létust þegar vélin brotlenti. Vélin var á leið frá Sacramento til San Diego þegar slysið varð.

 

 

Þessi mynd sýnir ofurhugann Robert Overacker freista þess að stökkva niður Niagara-fossana á sæþotu. Robert var með fallhlíf á bakinu en eitthvað varð til þess að hún opnaðist ekki. Robert lést í fallinu.

 

 

Þann 25. maí 1979 varð hrikalegt flugslys þegar flugvél American Airlines brotlenti skömmu eftir flugtak á O’Hare-alþjóðaflugvellinum. Allir 258 farþegarnir um borð létust, auk 13 áhafnarmeðlima og tveggja einstaklinga á jörðu niðri.

 

Þetta er Gary Slok ásamt móður sinni rétt áður en þau lögðu af stað frá Amsterdam til Kuala Lumpur einn góðan sumardag í júlí 2014. Eins og frægt er orðið var vélin, sem var frá Malaysian Airlines, skotin niður þegar hún var á flugi skammt frá Hrabove í Úkraínu. 298 voru um borð og létust allir.

 

Þessa mynd tók Collette Moreno af sér og vinkonu sinni, Ashley Theobald, rétt áður en þær létust í umferðarslysi. Collette átti að ganga í hjónaband fimm vikum eftir slysið. Slysið varð þann 20. júní 2014.

 

Franski uppfinningamaðurinn Franz Reichelt þróaði sína eigin fallhlíf og hugðist sýna kosti hennar einn góðan veðurdag árið 1912. Hann fór upp á Eiffel-turninn í París og setti fallhlífina á bakið áður en hann lét vaða. Því miður opnaðist fallhlífinn ekki og lést Franz samstundis þegar hann skall til jarðar.

 

 

Þann 12. nóvember 1928 fórst farþegaskipið SS Vestris í óveðri á Atlantshafinu. 326 voru um borð og létust 111 af þeim. Myndin hér að ofan var tekin af Frad Hanson og sýnir ástandið um borð rétt áður en skipið fór á hliðina.

 

Þessa sjálfu tóku Gilles Leclerc og Marianne Lebanane þegar þau fóru á tónleika bandarísku hljómsveitarinnar Eagles of Death Metal í Bataclan-tónleikahúsinu í París í nóvember 2015. Skömmu síðar réðust vopnaðir menn frá ISIS-hryðjuverkasamtökunum og byrjuðu að skjóta fólk. Gilles lést í árásinni en Marianne komst lífs af.

 

Rússneski parkour-ofurhuginn Pavel Kashin lést stuttu eftir að þessi mynd var tekin. Hann reyndi að framkvæma afturábak heljarstökk á byggingu í Sankti Pétursborg árið 2013 en missti jafnvægið og féll til jarðar. Vinur hans tók meðfylgjandi mynd.

 

Í maí 2023 lést bandarískur maður, Casey Rivera, í umferðarslysi í Kaliforníu þegar ekið var á hann. Casey var að hjálpa andarungum og móður þeirra að komast yfir götu en augnabliki síðar var ekið á hann. 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við