fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Ótrúlegt myndband: Fékk ekki við neitt ráðið þegar bíllinn byrjaði skyndilega að auka hraðann

Pressan
Föstudaginn 4. október 2024 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn átján ára gamli Sam Dutcher telur sig heppinn að vera á lífi eftir heldur óhugnanlega lífsreynslu á dögunum.

Sam var á ferðinni í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum um miðjan september þegar bifreiðin sem hann ók, 2022 árgerðin af Honda Pilot, fór að láta einkennilega. Bifreiðin byrjaði skyndilega að auka hraðann án þess að Sam fengi við neitt ráðið og þegar hann reyndi að bremsa gerðist ekki neitt.

Sam hafði samband við lögregluna enda taldi hann að hans síðasta stund væri að renna upp. „Ég hugsaði með mér: Ég er sennilega að fara að deyja í kvöld,“ sagði hann í viðtali við bandaríska fjölmiðla í vikunni.

Lögreglan hóf eftirför en eðli málsins samkvæmt reyndist það erfitt að stöðva bílinn sem mældist um tíma á tæplega 180 kílómetra hraða.

Góð ráðu voru dýr enda var Sam á vegi sem fór í T eftir nokkra kílómetra og því var ljóst að lögregla þurfti að bregðast strax við ef ekki átti illa að fara. Var brugðið á það ráð að reyna að aka fram fyrir bílinn og bremsa. Var Sam ráðlagt að hika ekki við að aka aftan á lögreglubílinn.

Þetta bar árangur og komst Sam heill á húfi frá þessari skelfilegu lífsreynslu, en um 20 mínútur liðu frá því hann hafði samband við lögregluna þar til bíllinn var stopp.

Ekki liggur fyrir hvað fór úrskeiðis og sögðust forsvarsmenn Honda ekki geta tjáð sig um málið fyrr en búið væri að ljúka rannsókn á ökutækinu.

Sam er nú sestur aftur á skólabekk eftir þessa óhugnanlegu lífsreynslu. Og það er kannski kaldhæðni örlaganna sem ræður því að hann er að læra bifvélavirkjun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við