fbpx
Fimmtudagur 03.október 2024
Pressan

Tveir 13 ára drengir dæmdir í minnst átta og hálfs árs fangelsi fyrir morð

Pressan
Fimmtudaginn 3. október 2024 19:30

Shawn Seesahai. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir 13 ára drengir voru í síðustu viku dæmdir í að minnsta kosti átta og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa myrt 19 ára mann í nóvember á síðasta ári, þegar þeir voru 12 ára. Í raun hljóðar dómurinn upp á allt að ævilangt fangelsi en að lágmarki átta og hálft ár.

Sky News skýrir frá þessu og segir að talið sé að drengirnir séu yngstu morðingjarnir, sem notast hafa við hníf eða sveðju, í Bretlandi.

Þeir drápu Shawn Seesahai í almenningsgarði í Wolverhampton og notuðu sveðju við ódæðisverkið.

Talið er að þeir séu þeir yngstu til að vera sakfelldir fyrir morð í Bretlandi síðan 1993 en þá voru Robert Thompson og Jon Venables sakfelldir fyrir morðið á hinum tveggja ára James Bulger. Þeir voru þá 11 ára.

Við dómsuppkvaðninguna í síðustu viku sagði dómarinn að verknaður þeirra hafi verið hryllilegur. Þeir hafi ekki þekkt Seesahai og að þeir hafi ætlað sér að drepa hann.

Þeir veittu honum 23 cm djúpt stungusár og fór sveðjan næstum alveg í gegnum líkama hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heimsstyrjöld vofir yfir: Segir að lítið megi út af bregða til að allt fari til fjandans

Heimsstyrjöld vofir yfir: Segir að lítið megi út af bregða til að allt fari til fjandans
Pressan
Í gær

Hermaður barði konu til bana – Taldi heyrnartæki hennar vera „njósnabúnað“

Hermaður barði konu til bana – Taldi heyrnartæki hennar vera „njósnabúnað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Páfinn taldi sig vera meðal vina – Skömmu eftir að hann yfirgaf staðinn komu skilaboðin

Páfinn taldi sig vera meðal vina – Skömmu eftir að hann yfirgaf staðinn komu skilaboðin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjórinn neitar því að hafa stundað fjársvik

Borgarstjórinn neitar því að hafa stundað fjársvik