fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Dularfullt mál hefur sett smábæ á hliðina – Fógetinn myrti dómarann um hábjartan dag og enginn veit hvers vegna

Pressan
Fimmtudaginn 3. október 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rifrildi í dómshúsi í Kentucky þann 19. september enduðu með því að dómari við umræddan dómstól var skotinn til bana og lögreglustjórinn á svæðinu handtekinn grunaður um morð. Málið hefur vakið mikinn óhug í Letcher-sýslu en mennirnir voru vinir og höfðu fyrr um daginn snætt hádegismat saman í mesta bróðerni.

Spurningin á allra vörum þessa daganna er hvers vegna. Hvers vegna ákvað lögreglustjórinn, Shawn „Mickey“ Stines, að myrða vin sinn og kollega til margra ára, Kevin Mullins.

Þinghald var haldið í málinu á þriðjudag þar sem aðeins skýrari mynd birtist af atvikum. Stines hefur lýst yfir sakleysi í málinu sem mörgum þykir skjóta skökku við eftir að myndskeið úr öryggismyndavél var sýnt í dómsal þar sem sést hvar Stines skýtur Mullins ítrekað inni á skrifstofu hins síðarnefnda.

Það sem er vitað á þessum tíma er að áður en skotárásin hófst hafði Stines hringt nokkrum sinnum í dóttur sína. Notaði hann sinn eigin síma framan að, en síðasta símtalið hringdi hann úr síma Mullins. Fjölmiðlar hafa sérstaklega tekið fram að Mullins hafði númer dóttur Stines vistað í símanum. Rannsóknarlögreglumaður var spurður hvort hann haldi að Stines hafi séð eitthvað á síma Mullins sem gerði að verkum að hann greip í byssu sína. „Það gæti verði, en ég get ekki fullyrt það,“ svaraði lögreglumaðurinn.

Stines starfaði sem dómvörður fyrir Mullins áður en hann hlaut lögreglustjórastöðuna í fógetakosningum árið 2018. Þeir þekktust því nokkuð vel. Mullins tók að sér mál sem helst vörðuð smáglæpi, umferðarbrot, lítilvægar einkaréttarkröfur, nauðungarvistanir, heimilisofbeldi og svo undirbúningsþinghöld í stærri málum.

Þann 19. september höfðu bæði Stines og Mullins farið með stærri hóp í hádegismat. Þar greinir vitni frá því að hafa heyrt Mullins spyrja lögreglustjórann: „Þurfum við að hittast undir fjögur augu á skrifstofu minni?“

Mennirnir hittust síðan einir á skrifstofu dómarans en vitni í dómshúsinu segjast hafa heyrt að þeir rifust, en ekki hvað sagt var fyrr en eftir að skotin réðu af og dómarinn hrópaði á hjálp.

Eftir morðið hafði Stines sjálfur samband við neyðarlínu og gaf sig fram til lögreglu. Hann hafði lítið til málanna að leggja annað en að biðja um sanngirni. Lögreglumaður sem bar vitni á þriðjudag hafði þó heyrt af því að Stines hafi sagt við lögreglumennina sem færðu hann í járn: „Þeir eru að reyna að ræna konu minni og barni“

Hann sagði af sér embætti fyrr í vikunni.

Á stuttu myndskeiði sem innihélt ekkert hljóð má sjá Stines skjóta dómarann ítrekað. Fyrst sat Mullins við skrifborð sitt, en eftir fyrstu skotin féll hann til jarðar og reyndi svo að koma sér í skjól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við